Færsluflokkur: Bloggar

Netlöggan

Það er merkilegt hvað sakleysislega samansett orð geta farið fyrir brjóstið á fólki, svo mikið að fólk gerir sig að sjálfskipuðum netlöggum til þess að vermda hinn almenna lesanda fyrir þeim ósóma er birtist á heimi vefsins.

Það er svo sem gott og blessað að fólk lýsi skoðunum sínum og vanþóknun sinni á einhverju sem því finnst óviðeigandi. Það sem ég ekki skil er að þetta sama fólk notar mun sterkari orð og beinar ásakanir á hendur þeirra er nota heimasíður og blogg til þess að koma skoðunum og hugmyndum sínum á framfæri.

Ég er nú þannig úr garði gerður að ég hlusta á skoðanir fólks og gef öllum tækifæri til þess að segja sína og koma rökum á framfæri, þrátt fyrir það hef ég verið sakaður um að vera vitlaus, dómgreindarlaus og hafa lélegan karakter. Ég held að flestir sem eru læsir og eru með toppstykkið í þokkalegu lagi geti séð að slíkar árásir á persónu manns eru mun verri en að benda á að barnaníðingur hafi sloppið vel með að fá einungis fangelsis dóm fyrir alvarlegan glæp.

Þetta er klausan sem valdi öllu uppnáminu.

"Ég ætla ekki að hafa eftir hvað ég mundi gera ef ég væri í sporum foreldra stúlknanna er urðu fyrir barðinu á þessum níðing en ég get fullvissað alla um að hann mundi ekki vilja lostna úr fangelsi eftir tvö og hálft ár. "

Úps Hafdís, I did it again Wink


Karlremba

Ég hef verið sakaður um karlrembu vegna athugasemda minna um fjölkvæni frá einum fjölskyldumeðlim, þessum af okkur sem er stelpa. Annars skil ég ekki þess glósu frá systur minni, eitthvað fór fyrir brjóstið á henni að ég talaði um að raus í einni væri meira en nóg. Það er ekki mér að kenna að konan eigi að vera eiginmanni sínum undirgefin og ekki tala nema á hana sé yrt. Eins og allir sem þetta lesa geta séð er það alveg út í hött að kalla mig afturhaldssaman eða karlrembu það er nú bara þannig að konunni líður mun betur í eldhúsinu.

Svona til þess að ég fái ekki endalausar glósur frá reiðum lesendum langar mig til að benda á að þetta var allt í gríni meint. Ég er allur fyrir jafnrétti karla og kvenna, þess vegna gef ég konunni minni frí á föstudagskvöldum Smile


Stórfiskaleikur eða kynlífsstelling

Þar sem ég blaðaði í gegnum Fréttablaðiða rakst ég á fyrirsögnina, Frú Kolbeins klagar Smáralind fyrir klám. Ég hélt að þarna væri á ferðinni eitthvert stór málið en þegar ég sá hvað fór svona fyrir brjóstið á Frú Kolbeins (Guðbjörg Hildur Kolbeins) spurði ég sjálfan mig hvor allt væri í lagi með þessa ágætu konu.

mynd

Þetta er sökudólgurinn, forsíðumynd fermingabæklings Smáralindar. Ég ver að segja að hver sá sem lítur á þetta sem klám ætti að skoða sinn gang, Frú Kolbeins skýrir á sínu bloggi (kolbeins.blog.is) hvers vegna þetta er klám og verð ég að segja að Guðbjörg Hildur hefur með eindæmum gott ýmundunarafl og er ég ekki hissa ef hún getur séð klám í flestum myndum af konum. Ég held að þetta segji meira um hennar hugsunargang en nokkuð annað.

Það fyrsta sem kom upp í hugan minn er ég sá þessa mynd var stórfiskaleikur.

(Ó)heillakráka

 

Það má segja að Rulon Gardner fyrrverandi Olympíumeistari í rómanskri glímu sé eindæmum heppinn. Í gærkvöldi var hann farþegi í flugvél sem hrapaði í Lake Powell vatnið í eiðimörkinni á milli Utah og Arizona. Rulon varð að synda í um klukkustund áður en hann komst í land síðan varð hann að eiða nóttinni undir beru lofti hrakinn og kaldur þar til veiðimenn fundu hann morguninn eftir.

Þetta eru reyndar ekki einu hrakfarir þessa ágæta manns fimm árum síðan missti hann tá vegna frostskaða er hann hlaut eftir að hafa lennt í hrakningum á snjósleða sínum í Wyoming. Fyrir tveimur árum síðan slapp hann með skrekkinn þegar bíll keyrði inn í hann þar sem hann ferðaðist á móturhjóli sínu.

Það er kannski spurning hvort hann sé heppinn eða óheppinn.

Þessa frétt er hægt að finna á http://www.vg.no/


Fyrstur með fréttirnar

Mér varð frekar skemmt þegar ég raks á grein í Fréttablaðinu í dag. Þar sá ég fyrirsögnina notkun iPod bannaður. Það virðist sem greinaskrifarar Fréttablaðsins fylgist með blogg skrifum mínum þar sem eins og þeir vita sem lesa þetta bull hjá mér sagði ég frá þessari frétt þann 9. febrúar.

Þó svo greinarhöfundur Fréttablaðsins minnist á að hafa fundið greinina í The Independent finnst mér allveg verið hægt að vitna í blog færsluna mína frá áðurnemdum degi.

Þannig vill ég benda fréttafólki á Íslandi á það ef því vanti fréttir af heimsmálunum geti þeir alltaf haft samband og mun ég senda þeim fréttir um hæl 


HUGINN FELLUM

Þar sem viðkomandi er nú fluttur af landibrott og á ekki alltaf heimangengt eða hefur ekki tækifæri til að skipuleggja uppákomur með meðlimum hins ágæta félags Huginns Fellum þá langar mig til þess að koma þessu á framfæri.

Gamlir félagar, vinir og hæstaréttadómarar sem voru viðloðnir Huginn Fellum er þetta góða félag tók þátt í deildarkeppni í knattspyrnu í fyrsta og síðasta skipti. Er ekki komin tími til þess að þessi ágæti hópur taki sig up og fari að skipuleggja ferðir til borga heimsins til þess að sjá góð knattspyrnulið etja kappi sínu, lið líkt og Accrington Stanley, Barcelona, AC Milan og svo framvegins. Endilega gerið athugasemd við þessa hugmynd mína þar sem ég tel það skilda okkar að halda minningu Huginns Fellum á lífi.

ÁFRAM HUGINN FELLUM


Britney sköllótt og Múhameð móðgaður

Ekki mikið að frétt héðan frá Írlandi þessa dagana. Ég átti frekar rólega og afslappaða helgi sem var mjög gott eftir annríkið undafarið. Ég hef verið að blaða í Irish Independent til að sjá hvað er að gerast í heimsmálunum og fannst mér frekar slakt að ein af fyrstu fréttunum sem maður rekur augun í er að Britney Spears hefur rakað af sér hárið. Þannig að þið sjáið ekki mikið bitastætt að gerast þessa dagana.

Á visir.is rakst ég á þessa frétt með fyrisögninni "Múhameð móðgaður aftur". Í grein þessari segir frá því að Sádí-Arabía hefur krafist þess að hollenski ráðherann Geert Wilders biðjist afsökunar á ummælum sínum um kóraninn. Hann sagði í daggblaðsviðtali að ef múslimar vildu halda áfram að búa í Hollandi yrðu þeir að henda helmingnum af Kóraninum, að auki sagði hann að hann myndi sjálfur sparka Múhameð spámanni úr landi ef hann byggi í Hollandi.

Ég verð að láta þetta að nægja að sinni, verð að fara að vinna


Elskendur

Ég veit að ég ætlaði að skrifa í gær og tala um fréttahallærið sem ræður ríkjum. Aldrei slíku vant var ég mjög upptekinn í gær svo engin tími vannst til skrifa.

Það er reyndar ekki fréttir sem ég ætla að skrifa um í dag, heldur dagur elskandana eða Valentínusardagurinn. Írskir elskendur líkt og aðrir elskendur um heim allan munu að öllum líkindum senda fjöldan allan af kortum og blómum. Það er reyndar eitt sem flestir Írskir elskendur munu ekki hafa tök á en það er að fara út að borða þar sem flest allir veitingastaðir eru fyrir löngu síðan uppbókaðir og sumir síðan í júlí á síðasta ári.

Í dag mun fólk um heim allan gera sér dagamun en ólíkt því sem margir halda þá á Valentínusardagurinn ekki rætur sínar að rekja til Bandaríkjana heldur mun þessi siður að öllum líkindum borist þangað um 19. öld með Breskum innflytjendum. Fyrsta tilvitnun í Valentínusardaginn svo vitað er um er frá 1382 í ljóðinu Parlement of Foules eftir Geoffrey Chaucer sem hann samdi í tilefni árs brúðkaups afmælis Richards 2 Enlands konungs og Anne af Bohemia.

Á þessum nótum vil ég óska ykkur öllum ánægulegs dags HeartHeartHeart


Frétta hallæri

Þar sem ég var búinn að lofa því að láta aftur frá mér heyra í dag fannst mér ekki hægt annað en standa við það. Ég er búinn að skoða hvern fréttavefinn á fætur öðrum í leit að einhverjum áhugaverðum og skemmtilegum fréttum en það virðist sama sagan allstaðar. Það eina sem virðist vera fréttnæmt er stríð, hörmunga og hrakfallasögur og að sjálfsögðu stjórnmálin. Ég get svo sem fallist á að þetta flokkist undir fréttir en mér finnst heldur slæmt ef þetta er það eina fréttnæmda sem gerist í heiminum.

Þar sem alltf er verið að trufla mig verð ég að hætta þessu í kvöld, þangað til á morgun.

Dabbi 


Hversdagsleikinn

Nú er helgin yfirstaðinn og vinnuvikan tekin yfir. Ég verð að byrja á að afsaka hversu lélegur ég hef verið að skrifa um helgar en eins og stendur þá virðist ég bara ekki hafa tíma til þess, vonandi að það breitist fljótlega.

Læt frá mér heyra síðar í dag.

Dabbi


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband