Færsluflokkur: Bloggar

Notkun iPod bönnuð?

 

Þar sem ég sit og les Irish Independent yfir kaffibolla og skvaldri frá samstarfsfólkinu rakst ég á þessa grein. Þar segir frá tillögu sem sett hefur verið fram í New York borg um að banna notkun á iPod. Í tillöguni er farið fram á að fólk verði sektað sem nemur um 6700 ISK fyrir að nota iPod á meðan gengið er yfir götu. Þetta kemur í kjölfar stór aukningar í banaslysum á gangandi vegfarendum sem ekki hafa orðið umferðarinnar varir vegna þess að hafa verið of upptekin af því að hlusta á iPod. Sá sem leggur þetta fram vill ganga lengra og banna notkun farsíma, "BlackBerries" og tölvuspila á meðan eigandinn annað hvort hjólar, skokkar eða gengur.

 

Er þetta kannski ekki full mikið af því góða


Ekkert merkilegt

Ég hef ekki frá neinu merkilegu að segja í dag og veit ekki einu sinn hvort ég get bullað eitthvað. Ég býð með óþreyju eftir því að komast heim úr vinnunni svo ég geti náð í hana Elnu Rós úr leikskólanum. Við feðginin erum ein heima í dag þannig að við ættum að hafa frið til þess að horfa á Portugal og Brasil í sjónvarpinu Smile. Hún er vel upp alin dóttir mín, alltf til að horfa á boltan með pabba sínum. Þar sem sköpunarandinn vill ekki koma yfir mig og ég verð að klára nokkur verkefni áður en ég fer heim þá læt ég þetta nægja í dag.

Dabbi


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband