Færsluflokkur: Dægurmál

Var að horfa á ruðninginn

Var að enda við á horfa á Írland vera rassskellt af Frakklandi, ekki sérstaklega gaman á föstudags kvöldi. Alveg merkilegt hversu erfiðlega hefur gengið að skrifa upp á síðkastið, kannski að aldurinn sé farin að segja til sín.

Svo kemur sá dagur að maður ákveður að nú sé loksins komi tími til þess að fara að skrifa, sest niður í sófann, opna bjórinn og byrja, en hvað er þetta ekki neitt virðist koma upp í hugann og jafnvel eftir allan þennan hugsunar og orkudjús. Kannski að það hafi eitthvað með að ég er karlmaður að það sé mér erfileikum háð að koma orðunum frá mér því eins og allir vita þá hafa karlmenn aðeins takmarkaðan orðakvóta og ég er alveg viss um að ég er löngu búinn með þann kvóta fyrir daginn.

En svo mitt á milli alls kjaftæðisins áttaði ég mig á því að karlar geta náð sér í auka orðakvóta, einn bjór er um 500 orð þannig að núna á ég inni um 2000 orð þannig að það er eins gott að ég noti þau vel. Það er samt merkileg þegar maður byrjar að skrifa og heldur áfram án þess að hugsa (eitthvað sem Biggi hefur alltaf verið góður í Smile ) að þá virðist maður geta haldið áfram að bulla alveg endalaust eins og mér hefur tekist að þessu sinni, kannski að það sé miklu betra að nota aðferðina hans Bigga og hugsa ekki neitt.

Nóg um allt bullið, eins og ég sagði frá í síðustu færslu minn þá vorum við hjónakornin boðin í veislu til heiður Forsætisráðherra Íslands og verð ég að segja að Geir Haarde kom mér skemmtilega á óvart, hann var bara nokkuð skemmtilegur á 4 rauðvínsglasinu en var farin að rausa frekar mikið á því sjötta Wink. Eina sem ég er ekki viss um er hvort það var ég eða Geir sem drukkum þessi rauðvínsglös en ef ég tek inn í dæmið hvernig mér leið daginn eftir þá er líklegra að það hafi verið ég.

Nóg í bili..... Dabbi


Vaknaður úr dvala

Komin tími til þess að fara að byrja að bulla, það hefur verið svo mikið að gera undanfarið að ég hef ekki einu sinni getað hugsað um að skoða bloggið mitt, hvað þá að skrifa eitthvað hérna.

Ég, konan og litla skottið skruppum til Barcelona í síðustu viku og var það með eindæmum ánægjuleg för. Fórum meðal annars í dýragarðinn og á Camp Nou og var dóttir mín ekki á þeim buxunum að yfirgefa völlinn fyrr en einhver fótbolti yrði spilaður. Ekki skemmdi fyrir að geta horft á Ísland spila á móti Spáni, hefðum samt átt að vinna leikinn.

Í kvöld erum við hjónakornin boðin í mótöku til heiðurs Forsætisráðherra Íslands, vonandi að það verði eitthvað áhugavert fólk í þessu boði.


Eitt og annað

Eins og flestir hafa séð þá hefur ekki verið mikið um skrif hjá mér upp á síðkastið. Fullt að gera hjá kallinum og engin tími unnist til að bulla. Ég er í augnablikinu að vinna í því að leita að skóla þar sem ég get stundað fjarnám, hægara sagt en gert.

Annars er allt við þetta sama hérna hjá mér, ég les blöðin, drekk kaffið og reyni að láta mér ekki leiðast í vinnunni. Ekki ætla ég að fara að endurskrifa hvað ég var að lesa á www.mbl.isþar sem að ég geri ráð fyrir að fólk get gert það sjálft.

Ég ætla að halda áfram að lesa og sjá hvort ég sjái eitthvað áhugavert.


Rigning

Andskotinn hafi það, á maður bara að rigna í kaf. Ég hef verið svo niðurdreginn upp á síðkastið að ég hef ekkert geta skrifað. Sumarið hérna er búið að vera svo slæmt að það er hætt að vera fyndið, það er búið að rigna samfleytt í yfir 50 daga á flestum svæðum hérna á Írlandi.

Endilega sendið mér eitthvað af sólinni frá Íslandi.... 


Ferðasaga

Eins og ég var búinn að lofa þá ætla ég að reyna að segja ykkur frá ferðalagi mínu. Fyrir næstum tveimur vikum síðan hélt ég ásamt 10 öðrum til Spánar, nánar tiltekið tiltekið til bæarins Calpe. Í þessum hóp voru 3 karlar og 8 konur þar af voru 4 stelpur á aldrinum 2-4 ára. Þannig að jafnvel áður en lagt var af stað var flestum ljóst að þetta væri hættuför Smile. Eins og áður sagði hélt þessi fagri hópur frá Dublin áleiðis til Alicante laugardaginn 23 júní síðastliðinn. Þegar þangað var komið ókum við sem leið lág til Calpe og þegar þreyttur ferðahópurinn komst á leiðarenda varð hann ekki fyrir vonbrigðum.  (Myndin er ekki sérlega góð)

07VillaGarduix_ext

Ég held að allir í hópnum geti verið nokkuð sáttir með þessa viku er við áttum í þessum vinalega bæ þrátt fyrir moskítóbit, bakverki og gelt í hundum. Ég get mælt með svona fríi, sérstaklega fyrir fjölskyldufólk.

Ég fer kannski nánar út í ferðina síðar...


Kominn úr útlegð

Bara mjög stutt færsla til þess að láta ykkur vita að ég er kominn aftur. Hef verið í fríi síðustu tvær vikurnar og hef ekki litið á netið á þeim tíma. Var á Spáni síðastliðna viku nánar tiltekið í Calpe. Skrifa meira um það síðar.

 


Engar sólarlandarferðir fyrir Íslendinga

Merkilegt þetta tal um gróðurhúsaáhrif og hvernig það er allt mönnum að kenna að hitastig á jörðinni fari hækkandi. Hvernig skýra menn þá lok ísaldar og lok hinnar svokölluðu litlu ísaldar, bendir það ekki til sveifla í hitastigi, voru það kannski hellisbúarnir sem sendu frá sér svo mikið gas að þeir urðu þess valdir að ísöld leið undir lok.
mbl.is Íslenskir jöklar horfnir eftir 200 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Írónía

Ég hef lesið nokkur blogg þar sem fólk talar um íslenska tungu og eitt og annað er veldur fólki áhyggjuefnum í sambandi við íslenska málið. Eitt af þessu hlýtur að vera nýyrði og áhrif erlendra mála í okkar daglegu samskiptum. Eitt er það orðið sem fer virkilega í taugarnar á mér, írónía. Ekki veit ég hvort þetta orð er almennt notað í íslensku máli en ég komst í vandræði á sínum tíma fyrir að lýsa vanþóknun minni á þessu orði.

Þetta gerðist er ég lagði stund á bókmenntafræði í Háskóla Íslands. Ekki man ég hvaða áfangi þetta var en líklega hafði það eitthvað með stefnur í bókmenntafræði að gera. Sú sem sá um að kenna þennan áfanga var Helga Kress, þarna sem ég sat og hlustaði á fyrirlesturinn byrjaði Helga að tala um íróníu og fannst mér það frekar léleg íslenska þar sem eitthvað sagði mér að við hefðum fullkomlega gott og gilt íslenskt orð í stað íróníu, orðið kalhæðni.

Það eina sem ég hafði upp úr krafsinu er ég benti Helgu á að hvort ekki væri betra að nota orðið kaldhæðin í stað íróníunnar var að ég ætti að hætta þessum fíflalátum. 


Stjörnuspá

Mér fannst stjörnuspáin mín alltof fyndin til þess að birta hana ekki.

Meyja Meyja: Þú ert vinsæll og þegar klappað er fyrir þér, þá áttu það skilið. En þú ert hikandi stjarna og hógværð þín er heillandi. Ekki láta hana stela frá þér kastljósinu. Baðaðu þig í því. Þú átt það skilið.


Hvað er í gangi á Íslandi??

Dag eftir dag les ég um afbrot og ofbeldi á Íslandi og alltaf verð ég jafn reiður sérstaklega eftir að lesa um dóma sem kveðnir eru upp við hinum ýmsu brotum.

Ég verð að segja að þessi dómur finnst mér út í hött, tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alvarleg kynferðisbrot gegn tveimur telpum.

Ég ætla ekki að hafa eftir hvað ég mundi gera ef ég væri í sporum foreldra stúlknanna er urðu fyrir barðinu á þessum níðing en ég get fullvissað alla um að hann mundi ekki vilja lostna úr fangelsi eftir tvö og hálft ár.


mbl.is Dæmdur fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband