Færsluflokkur: Íþróttir

Huginn Fellum

Vonandi eru það einhverjir sem muna þetta sögufræga lið er tók þátt í 4. deild KSI nokkrum sumrum síðan. Það árið voru óvenju mörg lið í Austurlands riðli eða 10 talsins sem þýddi að leikmenn þessa ágæta liðs þurftu að spila 18 leiki sem var kannski full mikið fyri menn sem höfðu gaman að sparka í tuðru en þeirra hugmynd um líkamsrækt fólst í glasaliftingum. Misjöfnum sögum fer af afrekum þessa félags og ef menn horfa bara á hversu marga leiki félagið vann, þá lítur þetta kannski ekki svo vel út.

Annars var það ekki úrslit sem ég vildi minnast á heldur að tala aðeins um þá mörgu heiðursmenn er komu nálægt þessu félagi, ekki bara árið í 4. deildinni heldur líka árin á undan og eftir. Til þess að nefna nokkra sem komu við sögu voru Sigfús, Einar og Hugi löngum kenndir við Kross, Bjössi og Gulli frá Hofi. Frá Holti komum við bræður Dabbi, Finni, Biggi og Eysteinn svo var það Alli, Arnar, Gulli Guðjóns, Bjarki og bróðir hans Brynjar ef ég man rétt, Doddi, Viðar og fleiri góðir kappar.

Ekki má ég gleyma "stórstjörnu", og svo ég noti orð Bjarna Fel til þess að lýsa kappa "luralegur á velli en skalli góður" þessi maður er í dag dómari í Hæstarétti Íslands og heitir Ólafur Börkur Þorvaldsson.

Að lokum vil ég skora á þá sem muna liðið og afreksmenn þess að velja "all star" lið Huginns Fellum


HUGINN FELLUM

Þar sem viðkomandi er nú fluttur af landibrott og á ekki alltaf heimangengt eða hefur ekki tækifæri til að skipuleggja uppákomur með meðlimum hins ágæta félags Huginns Fellum þá langar mig til þess að koma þessu á framfæri.

Gamlir félagar, vinir og hæstaréttadómarar sem voru viðloðnir Huginn Fellum er þetta góða félag tók þátt í deildarkeppni í knattspyrnu í fyrsta og síðasta skipti. Er ekki komin tími til þess að þessi ágæti hópur taki sig up og fari að skipuleggja ferðir til borga heimsins til þess að sjá góð knattspyrnulið etja kappi sínu, lið líkt og Accrington Stanley, Barcelona, AC Milan og svo framvegins. Endilega gerið athugasemd við þessa hugmynd mína þar sem ég tel það skilda okkar að halda minningu Huginns Fellum á lífi.

ÁFRAM HUGINN FELLUM


Fótbolti, bókmenntir og snjór

Írar vöknuðu í dag frekar skömmustulegir yfir sigrinum á San Marino. Írar voru á engan hátt sannfærandi í leiknum og munaði aðeins nokkrum andartökum að yrði jafntefli. Annars var þetta ekki neitt sem ég ætlaði að tala um.

Það eru önnur undur og stórmerki að gerast hérna á Írlandi, þar sem ég sit on horfi út um skrifstofugluggan tek ég eftir því að það er byrjað að snjóa, þetta er eitthvað sem ég hef einungis upplifað um þrisvar sinnum áður þau fimm ár sem ég hef búið hérna á Írlandi.

Það er líka annað sem mig langar að byðja ykkur lesendur góðir að gera fyrir mig er að láta mig vita ef ég fundið Þjóðsögur Jóns Árnasonar á tölvutæku formi og helst á ensku, ég er að reyna að mennta Írann. 


Fréttir

 

Góðan daginn Ísland,

Bara til þess að láta fólk vita að ég er enn á lífi. Ég er að vonast til þess að andinn fari að koma yfir mig fljótlega svo ég geti farið að senda frá mér pistla héðan frá Írlandi. Eins og stendur þá hef ég ekki frá neinu sérstöku að segja, hef ekki haft tækifæri til þess að fylgjast með heimsmálunum eða slúðrinu.

Af íþróttasviðinu er það hels að frétta að Írland lagði Wales að velli í rugby á sunnudaginn í æsispennadi leik í Cardif.

Í fótboltanum eru Írar á fullu að undirbúa sig fyrir leikin gegn Sam Marino á miðvikudaginn. Leikurinn ætti að vera Írum frekar auðveldur þrátt fyrir að leikmenn eins og Shay Given, Stephen Carr, Paddy Kenny, Kevin Doyle og Sephen Elliott verði ekki með vegna meiðsla.

Læt ég þetta nægja af fréttaflutningi frá eyjunni grænu í dag en vonandi hef ég frá meiru að segja á morgun.

 

Dabbi


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband