Huginn Fellum

Vonandi eru það einhverjir sem muna þetta sögufræga lið er tók þátt í 4. deild KSI nokkrum sumrum síðan. Það árið voru óvenju mörg lið í Austurlands riðli eða 10 talsins sem þýddi að leikmenn þessa ágæta liðs þurftu að spila 18 leiki sem var kannski full mikið fyri menn sem höfðu gaman að sparka í tuðru en þeirra hugmynd um líkamsrækt fólst í glasaliftingum. Misjöfnum sögum fer af afrekum þessa félags og ef menn horfa bara á hversu marga leiki félagið vann, þá lítur þetta kannski ekki svo vel út.

Annars var það ekki úrslit sem ég vildi minnast á heldur að tala aðeins um þá mörgu heiðursmenn er komu nálægt þessu félagi, ekki bara árið í 4. deildinni heldur líka árin á undan og eftir. Til þess að nefna nokkra sem komu við sögu voru Sigfús, Einar og Hugi löngum kenndir við Kross, Bjössi og Gulli frá Hofi. Frá Holti komum við bræður Dabbi, Finni, Biggi og Eysteinn svo var það Alli, Arnar, Gulli Guðjóns, Bjarki og bróðir hans Brynjar ef ég man rétt, Doddi, Viðar og fleiri góðir kappar.

Ekki má ég gleyma "stórstjörnu", og svo ég noti orð Bjarna Fel til þess að lýsa kappa "luralegur á velli en skalli góður" þessi maður er í dag dómari í Hæstarétti Íslands og heitir Ólafur Börkur Þorvaldsson.

Að lokum vil ég skora á þá sem muna liðið og afreksmenn þess að velja "all star" lið Huginns Fellum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Þakka þér fyrir að minna mig á þetta Dabbi ég var búinn að steingleyma þessu seasoni á knattspyrnuferli mínum

Arnfinnur Bragason, 24.4.2007 kl. 14:40

2 Smámynd: Davíð Bragason

Hvernig er hægt að gleyma slíkum viðburði í Íslandssögunni? Ég man sammt að Austramenn voru ekki alveg sáttir með úrslitin á sínum tíma. Kannski var það ein af ástæðunum að félagið var lagt niður

Davíð Bragason, 24.4.2007 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband