Færsluflokkur: Menning og listir

Klám

Það er nú ekki oft sem ég þrasa, en þar sem ég las Fréttablaðið í dag rakst ég á grein sem ég get ekki orðabundist yfir.

Í þessari grein sem fjallar um samningsmál Íslendinga hjá Silkeborg liðinu rakst ég á nokkuð er ég kalla orðaklám en þar segir að engin af umræddum leikmönnum hafi klásúlu í samningi sínum, það getur velverið að þetta sé samþykkt orð en ég verð að segja að mér finnst þetta frekar léleg Íslenska, hvað er að því að nota orð eins og ákvæði.

 Þrasi lokið


Elskendur

Ég veit að ég ætlaði að skrifa í gær og tala um fréttahallærið sem ræður ríkjum. Aldrei slíku vant var ég mjög upptekinn í gær svo engin tími vannst til skrifa.

Það er reyndar ekki fréttir sem ég ætla að skrifa um í dag, heldur dagur elskandana eða Valentínusardagurinn. Írskir elskendur líkt og aðrir elskendur um heim allan munu að öllum líkindum senda fjöldan allan af kortum og blómum. Það er reyndar eitt sem flestir Írskir elskendur munu ekki hafa tök á en það er að fara út að borða þar sem flest allir veitingastaðir eru fyrir löngu síðan uppbókaðir og sumir síðan í júlí á síðasta ári.

Í dag mun fólk um heim allan gera sér dagamun en ólíkt því sem margir halda þá á Valentínusardagurinn ekki rætur sínar að rekja til Bandaríkjana heldur mun þessi siður að öllum líkindum borist þangað um 19. öld með Breskum innflytjendum. Fyrsta tilvitnun í Valentínusardaginn svo vitað er um er frá 1382 í ljóðinu Parlement of Foules eftir Geoffrey Chaucer sem hann samdi í tilefni árs brúðkaups afmælis Richards 2 Enlands konungs og Anne af Bohemia.

Á þessum nótum vil ég óska ykkur öllum ánægulegs dags HeartHeartHeart


Fótbolti, bókmenntir og snjór

Írar vöknuðu í dag frekar skömmustulegir yfir sigrinum á San Marino. Írar voru á engan hátt sannfærandi í leiknum og munaði aðeins nokkrum andartökum að yrði jafntefli. Annars var þetta ekki neitt sem ég ætlaði að tala um.

Það eru önnur undur og stórmerki að gerast hérna á Írlandi, þar sem ég sit on horfi út um skrifstofugluggan tek ég eftir því að það er byrjað að snjóa, þetta er eitthvað sem ég hef einungis upplifað um þrisvar sinnum áður þau fimm ár sem ég hef búið hérna á Írlandi.

Það er líka annað sem mig langar að byðja ykkur lesendur góðir að gera fyrir mig er að láta mig vita ef ég fundið Þjóðsögur Jóns Árnasonar á tölvutæku formi og helst á ensku, ég er að reyna að mennta Írann. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband