Færsluflokkur: Dægurmál
30.5.2007 | 16:46
Vonandi hafa staðir upp á meira að bjóða
Ég var að vonast til þess að blogga ekki meira um þetta mál, þar sem ég hef sagt mína skoðun á þessu máli áður hér á þessu bloggi. Mér finnst Kormákur með eindæmum svartsýnn í sambandi við þetta bann og finnst mér slæmt ef hann ætlar að fólk fari eingöngu á skemmtistaði til þess að reykja, ég verð að segja að það fyndist mér lélegur staður ef reykingar væri eina skemmtiefnið.
Í sambandi við eftirlit við banninu, þá verður að treysta almenningi til þess að fara eftir því og upplýsa um staði sem brjóta gegn því. Hérna á Írlandi er sektin fyrir staði sem verða uppvísir að brotum á banninu um 400000 ISK
Reykingabann á skemmtistöðum gæti skilið milli feigs og ófeigs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 1.6.2007 kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2007 | 13:30
Ekki viss um að það væri svo sniðugt...
Hvaða heilvita maður færi fram á að eiga fjórar konur, rausið í einni er yfirleitt nóg til að gera hvern mann gráhærðan.
Danskur múslimaklerkur segir karla mega eiga allt að 4 konur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.5.2007 | 11:03
Bara bull
Ég verð líklega að fara að skrifa eitthvað að viti hérna svo fólk nenni að lesa bullið í mér. Annars hefur verið einhver tregða í sköpunarandanum og þar sem ekkert annað er í fréttum þessa dagana en kosningar og stjórnarmyndannir er erfitt að finna innblástur þaðan.
Ég er í augnablikinu í vinnunni og leiðist með eindæmum, get ekki munað eftir neinu til þess að skrifa um eða fundið neitt áhugavert á netinu. Ég get reyndar ekki beðið eftir helginni, ætla mér að taka mér frí á mánudaginn, setja dótturina í leikskólann og skella mér í nudd og leirbað. Þetta er í fyrsta skipti sem ég prófa svona herlegheit þannig að ég er þokkalega spenntur. Ég er að vonast til þess að þetta gefi mér næga orku til þess að komast í gegnum næstu vikurnar því svo kemur sumarfríið í enda júní .
Vonandi kemur andinn yfir mig fljótlega svo ég get bullað meira.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2007 | 09:57
Nota orðapúkann
Svo sem ekkert stórmál en ég held að kannski að Brynjar Gauti hefði átt að lesa textann yfir áður en þessi grein var birt.
Jón Sigurðsson hefur sagt af sér formennsku í Framsóknarflokknum. Hann hefur sett kveðju til til flokksmanna á vefsíðu
Jón Sigurðsson segir af sér formennsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2007 | 08:10
Og ég sem hélt að það hefði verið Simon
Paula Abdul nefbrotin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2007 | 14:46
Klám
Það er nú ekki oft sem ég þrasa, en þar sem ég las Fréttablaðið í dag rakst ég á grein sem ég get ekki orðabundist yfir.
Í þessari grein sem fjallar um samningsmál Íslendinga hjá Silkeborg liðinu rakst ég á nokkuð er ég kalla orðaklám en þar segir að engin af umræddum leikmönnum hafi klásúlu í samningi sínum, það getur velverið að þetta sé samþykkt orð en ég verð að segja að mér finnst þetta frekar léleg Íslenska, hvað er að því að nota orð eins og ákvæði.
Þrasi lokið
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2007 | 08:15
Nöldur og afskiptasemi
Skil kauða ósköp vel, ég þurfti að flýja land til að lostna frá nöldrinu í mömmu minni
Kaus fremur fangelsi en þrasið í mömmu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2007 | 10:04
Í vikulokin
Mikið er ánægjulegt að helgin er á næstu grösum, vonandi veðrið verði gott svo fyrirhugað grillpartý geti farið fram. Það er verst að Eiríkur komst ekki áfram í gær, því núna þarf ég að hlusta á þetta væl í Íranum og heyri örugglega oftar en ekki hversu oft þeir hafi unnið þessa blessaða keppni.
Annars er ég viss um að það verði stanslaus gleði í litla kotinu í Celbridge á laugardaginn og aldrei að vita nema boðið verði upp á fótboltadjús og pressuð vínber. Þannig að ef einhverjir eru á leið til Írlands yfir helgina þá gæti margborgað sig að kíkja til Celbridge og taka þátt í Írsku grillpartýi.
Svo að lokum vonast ég til að Forest vinni leikinn í kvöld.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2007 | 16:35
Skúra, skrúbba bóna
Eins og flestir hafa líklega tekið eftir þá hefur farið lítið fyrir skrifum upp á síðkastið. Ég hef verið með eindæmum upptekin yfir húsverkum, verið að skúra gólf, strauja og elda matinn og laga til í garðinum. Núna veit ég að þegar skíthausar bræður mínir lesa þetta eiga þeir eftir að saka mig um rógburð og segja að konan stjórni mér alfarið. Hvor sem satt eða logið þá ættuð þið að sjá til þess að konur ykkar sjái ekki þetta bull í mér. Annars er allt gott að frétta, á milli húsverkanna hef ég samt sem áður náð að setjast niður með djús og horfa á boltann. Langar mig til þess að benda öllum á stór viðureign sem verður í beinni útsendingu á Sky Sports 1 á næstkomandi Föstudag en þar munu mætast Yeovil og Nottingham Forest
Endilega látið hinn Forest aðdáandann á Íslandi vita
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.4.2007 | 07:40
Amma Schumacher
Hvorki ökumaðurinn né barnið voru með bílbelti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)