Færsluflokkur: Dægurmál

Ósköp er hann ljótur....

Ekki mikið í fréttum í dag þannig að ég ætla að segja frá atviki er gerðist seinni parts árs 1979. Það er ef ég get einhvertíman vistað þessa færslu á bloginu mínu.  

Þannig var það að ég þá 4 ára gamall átti að eingnast lítinn bróðir og eftirvæntingin mikil, allan vega geri ég ráð fyrir því að ég hafi verið spenntur. Litli bróðir fæddist síðan 23. nóvember og man ég vel eftir því er ég fór á spítalann til þess að sjá litla krílið. Þarna lá hann í vöggu mitt á milli annar nýfæddra barna, þar sem ég stóð þarna og horfði í gegnum glerið á þetta hrukkudýr var ég spurður hvað mér finndist um litla bróðir. Eftir smá bið svaraði ég "ósköp er hann ljótur greyið". Eitthvað hefur ásýnd Eysteinn lagast með árunum enda ekki annað varla hægt.  

Gullkornin sem ég lét falla í garð litla bróðir hættu ekki þarna. Nokkru seinna er bróðir var kominn heim í Holt var ég og æskuvinkona mín hún Bára inní herbergi hjá mömmu. Það var verið að ræða hvaða nafn skildi gefa snáða og var ég spurður álits. Eftir að hafa hugsað mig aðeins um sagði ég "getum við ekki látið hann heita Jökuldalur" ég er viss um að bróðir minn er foreldrum mínum þakklátur að mín tilllaga var ekki samþykkt.


Fermingar

Það er kannski ljótt af mér að vera að stela hugmyndum af öðrum bloggum en ég ætla sammt að gera það. Ég var að lesa blog bróður míns og sá að hann var að segja frá fermingardeginnum sínum og minnast þess að á þessu ári eru 30 ár frá þeim atburði. Þó að ekki séu 30 ár síðan ég fermdist þá eigum við bræður eitt og annað sameiginlegt með fermingardaginn. Líkt og Arnfinnur fermdist ég í Ás kirkju í Fellahreppi og var það einnig séra Bjarni sem fermdi mig. Ég var reyndar heppnari en bróðir minn að fermingarbörnin voru 3 er ég fermdist sem var eins gott þar sem ekki hefði ég viljað eitthvað brúðkaupstal um okkur Styrmi eða Brynjólf frænda.

Ég get alveg tekið undir að séra Bjarni var svo sem ekki sá stressaðasti í bransanum og man ég þegar við vorum að gang til prests fór mestur tíminn í að tala um enska boltann eða tefla skák frekar en að tala um trúmálin.

Eitthvað fékk ég líka af gjöfunum og voru þetta að mestu gagnlegar gjafir og peningar og líkt og hjá Arnfinni var hálf sveitin mætt í Holt til þess að fagna þessum áfanga í lífi mínu. Það er reynda ein gjöf sem ég held mikið upp á en það er sálmabókin sem hún amma gaf mér og þar sem ég sit og skrifa þessar hugleiðingar mínar tek ég eftir því að þetta sumar eru 18 ár síðan ég fermdist.

Anskoti líður tíminn hratt.

 


Þetta er kjaftæði

Ég veit að lið þetta var valið af leikmönnum sjálfum þannig að þetta hlýtur að endurspegla skoðun meirihluta leikmanna. Ég verð þó að segja að David James er markmaður ársins og það að Rio Ferdinand sé í liðinu er bara fyndið. Ég gæti bennt á marga varnarmenn sem ættu að vera í liðinu frekar en Ferdinand, t.d okkar maður Ívar Ingimarsson og jafnvel meðvitundarlaus á John Terry frekar skilið að vera í liðinu en þetta örverpi.


mbl.is Átta frá Manchester United í liði ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð hugmynd?????

c_documents_and_settings_bragason_my_documents_my_pictures_426523a.jpg

Þessa snildar mynd er að finna á www.mbl.is


Taktu eftir Geir

Ég fékk athugasemd frá Geir við grein um reykingabann og hvernig það hefur virkað á Írlandi. Ég hef ekkert á móti því að fólk hafi sínar skoðanir jafnt sem og ég hef mína. Mig langaði til þess að benda Geir á nokkur atriði. Hann segir að reykingabannið er óréttlátt ofbeldi gagnvart eigendum kráa og það sé engin þvingaður til þess að fara á slíka staði eða vinna þar.

Geir þetta bann nær ekki engöngu yfir eigendur kráa heldur er verið að tala um alla opinberar stofnanir. Enn fremur segir Geir að þeir sem ekki reykja hafi frelsi til þess að fara eitthvert annað, ég skil þetta þannig að fólk sem ekki reykir geti ekki farið á krár eða veitingastaði. 

Ég skil vel að ekki eru allir sáttir við reykingabann og verða alltaf misjafnar skoðanir um ágæti þess. Í grein minni neðar á þessari síðu "virkar vel" var ég einfaldlega að benda á þá staðreind að Írar eru almennt sáttir með ágæti reykingabannsins.

Að lokum Geir, Karl Bretaprins vildi láta banna McDonalds


Ég á vin

Bara stutt færsla til þess að bjóða Arnfinn velkominn í heim bloggara. Endilega kíkið á þetta hjá kallinum.

http://arnfinnur.blog.is


Til Hamingju

Sæt samanMig langaði til þess að óska mér og eginkonu minni til hamingju með tveggja ára brúðkaups afmæli okkar í dag 16. apríl. Myndin er tekinn í Róm í brúðkaupsferðinni


Virkar vel

Mig langaði að benda þjóðinni á að reykingarbann þetta á eftir að hafa mjög jákvæð áhrif. Ég hef búið á Írlandi síðustu fimm ár þannig að ég kinntist kráarmenninguinn nokkuð vel bæði fyir og eftir reykingarbannið og verð ég að segja að þetta fyrirkomulag er frábært og er reykingarfólk jafnt sem þeir sem ekki reykja allmennt sammála um að banna reykingar hafi verið rétt ákvörðun.


mbl.is Starfsmenn írskra kráa heilsuhraustari vegna reykingabanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólkið á lífi en verra með jeppan

Þetta er svo sem engin stórfrétt en það hefði mátt betur að orði komast. Það virðist meira virði að bentda á að nýlegur jeppi sé ónýtur eftir veltu frekar en að benda á að bílbeltin hafi bjargað þeim sem voru í bifreiðinni.

Ég hélt að mannslíf væri meira virði en jeppi jafn vel þó að nýlegur sé.


mbl.is Jeppi ónýtur eftir veltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæ Hó og...

Það er kominn föstudagur. Get varla beðið eftir að vinnudagurinn endi, var að vonast til að þurfa bara að vinna hálfan daginn í dag. Veðrið er frábært og búinn að redda barnapíu fyrir kvöldið Smile þannig að við hjónin ættum að geta tekið forskot á sæluna og fagnað brúðkaupsafmæli okkar með stæl.

Meira síðar


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband