Fermingar

Það er kannski ljótt af mér að vera að stela hugmyndum af öðrum bloggum en ég ætla sammt að gera það. Ég var að lesa blog bróður míns og sá að hann var að segja frá fermingardeginnum sínum og minnast þess að á þessu ári eru 30 ár frá þeim atburði. Þó að ekki séu 30 ár síðan ég fermdist þá eigum við bræður eitt og annað sameiginlegt með fermingardaginn. Líkt og Arnfinnur fermdist ég í Ás kirkju í Fellahreppi og var það einnig séra Bjarni sem fermdi mig. Ég var reyndar heppnari en bróðir minn að fermingarbörnin voru 3 er ég fermdist sem var eins gott þar sem ekki hefði ég viljað eitthvað brúðkaupstal um okkur Styrmi eða Brynjólf frænda.

Ég get alveg tekið undir að séra Bjarni var svo sem ekki sá stressaðasti í bransanum og man ég þegar við vorum að gang til prests fór mestur tíminn í að tala um enska boltann eða tefla skák frekar en að tala um trúmálin.

Eitthvað fékk ég líka af gjöfunum og voru þetta að mestu gagnlegar gjafir og peningar og líkt og hjá Arnfinni var hálf sveitin mætt í Holt til þess að fagna þessum áfanga í lífi mínu. Það er reynda ein gjöf sem ég held mikið upp á en það er sálmabókin sem hún amma gaf mér og þar sem ég sit og skrifa þessar hugleiðingar mínar tek ég eftir því að þetta sumar eru 18 ár síðan ég fermdist.

Anskoti líður tíminn hratt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Já þú ert líka farinn að taka eftir hvað tíminn líður hratt!!

Arnfinnur Bragason, 23.4.2007 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband