Þetta er kjaftæði

Ég veit að lið þetta var valið af leikmönnum sjálfum þannig að þetta hlýtur að endurspegla skoðun meirihluta leikmanna. Ég verð þó að segja að David James er markmaður ársins og það að Rio Ferdinand sé í liðinu er bara fyndið. Ég gæti bennt á marga varnarmenn sem ættu að vera í liðinu frekar en Ferdinand, t.d okkar maður Ívar Ingimarsson og jafnvel meðvitundarlaus á John Terry frekar skilið að vera í liðinu en þetta örverpi.


mbl.is Átta frá Manchester United í liði ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hugsa að þú hljótir að vera eitthvað blindur.. Rio Ferdinand er einn besti varnarmaður deildarinnar, gríðarlega góður stjórnandi og alltaf traustur!

Og svo er "findið" skrifað með y = fyndið 

Guðný (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 09:44

2 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Sammála, þetta er ömurlegt. Ferdinand út, Evra út, Gerrard út, Van der Sar út.

Arnfinnur Bragason, 23.4.2007 kl. 09:45

3 identicon

Já ég er alveg sammála þessu. Rio Ferdinand getur ekki neitt!! Chech í markið John Terry í vörn og líka Ívar Ingimarsson. Maður fer að halda að Alex Ferguson hafi mútað dómururnum til að velja Man U. 

Eggert (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 15:51

4 identicon

algjörlega sammála þér Dabbi.  Rio Ferdinand er djók.  Hann er varnarmaður í bakgír!

Finni, enga fordóma.  Gerri á að vera þarna en þó spurning um að setja Lehman naughty boy inn í liðið staðinn fyrir Van Der Sar:) og þá Vinny Jones með í vörnina:)

Sjonni (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 16:09

5 Smámynd: Arnfinnur Bragason

tja, Lehman er allavega efnilegri en van der Sar og Vinny Jones er alveg magnaður leikari.

Arnfinnur Bragason, 23.4.2007 kl. 19:41

6 identicon

Efnilegri? Er Lehmann efnilegri, 37 ára gamall maðurinn? Hann var reyndar alveg frábær á HM í sumar, en efnilegur er svo langt frá því að vera rétta orðið. Og þú gerir þér grein fyrir því hvað herra Jones gerði áður en hann snéri sér að knattspyrnu, Finni, eða fór það kannski fram hjá þér? Lestu þá þetta .

Ívar Ingimarsson, okkar helsta von... 24 mörk skoruð á móti United og 42 á móti Reading. Jahá. Ég hef miklar mætur á Ívari, en þó ekki svona miklar - þó að menn séu íslenskir þarf ekki endilega að vera samasemmerki á milli þess og mikilfengleika.

Rio í bakkgír, örverpi - hvað meinið þið, félagar? Hann heldur vörninni hjá United uppi og stjórnar henni og það er hreint ekki gott að missa hann út úr liðinu. Honum til samanburðar ætla ég að nefna sama leikmann og blogghöfundur gerði, nefnilega John nokkurn Terry. En þannig er nefnilega mál með vexti, að þegar Ferdinand er óleikfær hjá United, þá er stórt skarð hoggið í vörnina og andstæðingarnir eiga auðveldara með að skora. Ég ætla lítið að segja um Terry, það eina sem ég segi er að það er bersýnilegt að Chelsea líður ákaflega illa án hans sem sást nú best á öllum þessum jafnteflum trekk í trekk.

Ég hef nú lokið máli mínu og bíð góða nótt.

Pálmi Sigurjónsson (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 01:22

7 Smámynd: Davíð Bragason

Ekki alveg viss hvað pistillinn um herra Jones á að sína fram á. Það eru aðrir leikmenn sem ekki eru englar á vellinum þó kannski betri knattspyrnu menn en Vinny Jones. Roy Keane fékk á sínum ferli með Man Utd. 10 rauð spjöld, Viera var engin engill heldur og ég gæti haldið áfram. Ég held fast í þá skoðun mína að ég tel að á þessu tímabili höfum við séð varnamenn sem hafa verið að spila betur en félagi Ferdinand.

Ég er mjög sáttur með að þetta hefur vakið viðbrögð hjá fólki og fagna öllum sem vilja segja sína skoðun.

Davíð Bragason, 26.4.2007 kl. 08:59

8 identicon

Nei, nei, elsku kallinn minn - ég hélt bara að Finni vissi ekki að Vinnie hefði verið fótboltamaður áður, það var það eina sem ég var að reyna sína fram á með tenglinum. Og vissulega hefði Rio getað verið betri á þessu leiktímabili, en ég skil samt af hverju hann var valinn. En satt er það, að margir aðrir hefðu vel getað fengið þessa stöðu...

PS: Mig langar mjög mikið að sjá þessa mynd - held að þetta sé hreinasta snilld.

Pálmi Sigurjónsson (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband