Færsluflokkur: Dægurmál

Páskar

Á sínum tíma sagði ég frá því að óprútnir einstaklingar rændu bílfarmi af páskaeggjum. Ég óskaði jafnframt eftir því að allir lesendur þessa blogs hefðu samband við mig til þess að senda mér nokkur páskaegg. HVAR ERU PÁSKAEGGIN MÍN???? Smile 

Ég verð að sjá til hvort einhver skrif verða á föstudaginn langa, verð að athuga hvort lögin heimili skrif af þessu tægi. Yfir næstkomandi daga verður að öllum líkindum lítið um skrif þar sem ég er á leiðinni til Hollands SmileSmileSmile

 


Austurlandið alltaf best

Eitt af því sem ég hef alltaf verið spurður um þegar fólk hérna kemst að því að ég er frá Íslandi er veðrið og þekkirðu Björk. Þessa dagana fólk spyr mig stannslaust um veðrið og hvort það sé alltaf kalt á Íslandi, núna get ég allan vega bent á 20 stiga hita á Austurlandinu í gær.

Fyrir utan öllu kjánalegu spurningarnar um Björk, snjóhúsin og myrkrið þá hafa flestir sem ég hef talað við um Ísland undrað sig á því afhverju land sem hefur upp á svo mikið að bjóða auglýsir sig ekki meira.

Fyrir nokkrum árum var ég staddur á bar í Dublin og var að tala við írsk hjón. Eins og svo oft áður þegar fólk áttaði sig á því að ég var ekki frá Írlandi vildi það vita hvaðan ég væri og hvernig stæði á mínum ferðum. Það voru yfirleitt tvö svör sem ég fékk er ég sagði fólki að ég væri frá Íslandi (þú ert sá fyrsti sem ég hef hitt og mig hefur alltaf langað að fara þangað). Þegar ég fór að segja frá Íslandi og segja hversu ólíkt landið er á sumri og vetri með miðnætursólinni og norðurljósunum var það undrandi áhverju ekki var boðið eða meira auglýst ævintýraferðir til Íslands á veturnar.

Vonandi kemur að því að Ísland virkilega fari að selja landið og auglýsa annað enn næturlífið í Reykjavík (eitt af því fáa sem fólk veit um landið er að næturlífið er sagt vera gott í Reykjavík) svo fara flugfélögin vonandi að fljúga frá öllum helstu borgum Evrópu líkt og Dublin (mig vantar beinnt flug frá Dublin)

 


Apríl

Það var jólastemming í kotinu hérna á Írlandi í gær. Ég eldaði lambalæri (að sjálfsögðu frá Íslandi) að hætti landsliðsins með grænum baunum og rauðkáli frá Ora. Tókst þessi eldamennska mín með ágætum enda er ég með eindæmum góður kokkur Wink.

Ég held að Íslendingar ættu að vera skildugir til þess að hefja útflutning á vissum vörum, t.d. lambakjöti (það besta í heimi) skyr, Egils Appelsín (gerist ekki betra) blár opal, það er algjör snild að sýna fólki erlendis innihaldslýsinguna.

Ég hef svo sem ekkert til þess að bulla um í augnablikinu, sjáum hvað gerist eftir að ég hafi lesið blöðin.


Vonandi vekur þetta umræðu

Ég hafði ekki ætlað mér að skrifa meira í dag en það var þangð til að ég sá forsíðu Fréttablaðsins. Þar segir að eigendur Ölstofu Kormáks og Skjaldar telji vegið að atvinnuréttinum sínum með fyrirhuguðu reykingabanni og íhugi málssókn á hendur ríkinu.

Ég gerði svo sem ekki ráð fyrir að allir væru sammála um ágæti reykingabanns en mig langar að benda á afhverju mér finnst ekki mögulegt að hafa sérstök reykrími, hverjir eiga að vinna í reykríminu, ef fólk segir starfsfólk sem reykir að þá ertu farin að mismuna þeim sem ekki reykja þar sem atvinnurekendur sem mundu bjóða upp á sérstakt reykrími mundu að öllum líkindu byrja að ráða eingöngu fólk sem reykir. Einnig hvernig ætla þessir ágætu menn að sjá til þess að reykur sleppi ekki út úr þessu rími á meðan fólk rápar inn og út.

 


Þegar kviknar á deginum...

Svo var kveðið á sínum tíma og alveg tilvalið að byrja dagin á þessum nótum. Vorið og heiðlóan komin svo lundin ætti að fara að léttast. Það er allt svo jákvætt þegar sólin skýn Smile en svo sá ég þetta á www.visir.is Nú má sko skjóta fólk í Texas. Ríkisstjórinn í Texas hefur undirritað lög sem gera Texasbúum auðveldara að skjóta meðbræður sína. Þangað til núna hefur hverjum sem er ógnað á heimili sínu, bíl eða vinnustað þurft að sýna fram á að hann hafi gert all í sínu valdi til þess að komast frá ógnunni. Ekki lengur, skjóta fyrst og spyrja svo.

Þetta er kannski ekki svo slæmt, því fleiri sem eru skotnir því minni líkur eru á því að vanvitringar eins og George Bush komist í embætti forseta.


Fótboltadjús og heilsurækt

Helgin sem leið var bara nokkuð góð, veðrið var hvað best verður á kosið hérna á Írlandi. Mikil eftirvænting var í loftinu á laugardeginum vegna leiks Írlands og Wales í knattspyrnu sem var í fyrsta sinn haldin í ríki keltneskra íþrótta Croke Park. Þessi frábæri leikvangur tekur um 80.000 og var stemmingin á vellinum feikna góð. Ekki spillti veðrið og úrslitin fyrir gleðinni þar sem Írar unnu leikinn 1-0 þrátt fyrir að hafa kannski ekki spilað sinn besta leik.

Ég lét mér nægja að sitja í sófanum heima hjá mér og horfa á leikinn í sjónvarpinu með fótboltadjús í hendi Smile

Á sunnudeginum var það heilsuræktin sem réði rýkjum. Við fjölskyldan ásamt tengdapabba ákváðum að klífa fjöll. Við klifum "fjöllin" fyrir utan Dublin, í flestum löndum heims mundi fólk kalla þetta hæðir en ég ætla að kalla þetta fjöll þar sem að það lítur út fyrir að ég hafi afrekað meira þann veginn.

Það tekur kanski ljóman af þessu klettaklifri mínu að 3ja ára gömul dóttir mín gekk nánast án þess að blása úr nös alla leið á toppinn á meðan ég þurfti næstum að skríða seinustu metrana.

 


Eiturlyfjaprófa ungmenni fyrirvaralaust

Á www.visir.is fann ég þessa fyrirsögn. Þar segir frá því að dómsmálaráðherra Svíþjóðar vill löggjöf sem veitir skólum heimild til þess að senda börn undir 15 ára aldri í þvag- eða blóðprufu án samþykkis foreldra. Með þessu er vonast til að hægt verði að stemma stigu við eiturlyfjamisnotkun og minnka ofbeldi í skólum.

Þó svo að ég geti verið því hliðhollur að reynt sé að minnka ofbeldi og stemma stigum við eiturlyfjamisnotkun í skólum er ég ekki viss um að þetta sé rétta svarið.


Thulemaps

Mig langar að benda fólki á þessa ágætis vefsíðu, www.thulemaps.com og nota tækifærið til þess að gera smá athugasemd við síðustu færslu þar sem eigandi síðunar og félagi góður velur leikmenn frá ensku úrvaldsdeildinni sem honum annaðhvort þykja léglegir eða fara í taugarnar á honum.

Mig langaði til þess að bæta við þennan lista.

Wes Brown: Hann er leikmaður sem mér hefur alltaf fundist frekar lélegur. Hann er einn af þeim sem heldur að hann sé góður.

Cristiano Ronaldo: Hann fer hrikalega í taugarnar á mér. Ég held að allir geti verið sammála um að hann er fannta góður leikmaður en ég veit um fullt af fólki sem er hætt að nenna að horfa á boltan vegna þess hversu auðveldlega hann fellur í grasið.

Philippe Senderos: Hvað get ég sagt, hann er bara lélegur.

Ég get haldið áfram með þennan lista en ég læt þetta nægja í bili, hver veit nema ég haldi áfram með hann seinna


Áfengi hættulegra en LSD

Vísindamenn í Bretlandi vilja breyta flokkunarkerfi eiturlyfa og telja svo notaða ABC kerfi ekki gefa rétta mynd af skaðsemi efnanna heldur horfa om mikið á hugsanleg áhrif sem mundu aðeins hafa áhrif á lítin hóp notenda. Í nýja flokkunarkerfinu er áfengi og tóbak sett ofar á listann en til dæmis kanabis, LSD og E-töflur.

Vísindamennirnir benda á það á hverjum degi í Bretlandi deyr einn einstaklingur af áfengiseitrun á meðan aðeins 10 dauðsföll á ári eru rakin til notkunar E-tafla.

Meira um þetta er hægt að finna http://www.visir.is/article/20070323/FRETTIR02/70323003/-1/FRETTIR eða á http://news.bbc.co.uk/2/hi/health/6474053.stm


Eitt og annað

Ég hef svo sem ekki frá mörgu að segja í augnablikinu en mig langaði til þess að benda á eitt og annað. Eins og fólk getur séð á bloginu mínu þá hef ég bætt við tengli fyrir annað blog sem ég hef í enskri útgáfu. Slóðin er http://daithi.blogireland.ie ykkur til fróðleiks er Daithi sama og Davíð skrifað á keltnesku.

Annað sem ég var að velta fyrirmér eftir að hafa séð grein í Fréttablaðinu í dag þar sem segir frá því að reykinga bann muni taka gildi í Danmörku í ágúst, er það hvort Íslendingar ætli sér ekki að taka upp þann sið fljótlega. Þetta bann tíðkast nú í fjölmörgum ríkjum Evrópu og hefur reinnst mjög vel, jafn vel Írar eru hæðst ánægðir með reykingabannið.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband