Færsluflokkur: Dægurmál
21.3.2007 | 16:01
Lighting never strikes twice.... or does it?
Mig langaði til þess að segja ykkur frá lítilli frétt sem ég rakst á www.unison.ie þar segir frá Írskum ferðalöngum sem áttu bókað far með Air Lingus frá Rome til Dublin um hádegisbilið í gær en urðu frá að hverfa þar sem eldingu laust niður í flugvélina.
Þetta er þeim mun merkilegri frétt fyrir þær sakir að önnur vél félagsins sem átti að fljúga frá Rome síðar um daginn fékk ekki leyfi til brottfarar af sömu ástæðu, þ.e.a.s að eldingu laust einnig niður í þá vél.
Ætli æðri máttarvöld hafi eitthvað á móti þessu ágætis flugfélagi??
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2007 | 10:00
Góðan daginn heimur allur
Ég verð að biðjast afsökunar á litlum skrifum upp á síðkastið og ber ég þá helst við leti og tímaleisi heldur en afleiðinga Paddy´s day ( dagur heilags Patreks 17. mars )
Ég átti mjög ánægjulega helgi, gerði frekar lítið og náði að drekka nokkra kalda sem er ekki alltaf auðvelt fyrir annasaman fjölskyldufaðir. Þar sem það er frekar snemma dags og þetta er fyrsti vinnudagurinn eftir helgina verð ég hætta þessu í bili. Vonandi hef ég frá einhverju að segja seinna í dag.
Ps. Mig langar til þess að benda á að fólk getur tekið þátt í skoðanakönnun minni sem og á www.visir.is (það er findið hvernig fjölmiðlarnir virðast alltaf skoða bloggið mitt til að finna eitthvað fréttnæmt )
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2007 | 11:43
Írar drekka langmest Evrópubúa
Þetta er fyrirsögn sem ég raks á í Fréttablaðinu í dag. Þarna greinir frá könnun sem Evrópusambandið gerði á neyslu áfengra drykkja. Mér fannst alveg tilvalið að benda á þessa grein sérstaklega þar sem dagur heilags Patreks er á morgun 17. mars.
Þessi þjóðhátíðardagur Íra hefur löngum verið ansi skrautlegur og blautur í meira en einum skilningi. Ég geri ekki sérstakleag ráð fyir að það verði einhver breiting á því á morgun nema hvað að ég held að við sleppum við rigninguna.
Ég geri ráð fyirir að svona í tilefnin dagsins verði ég að halda upp á sið Íra og fá mér einn eða tíu kalda
Að lokum vil ég óska öllum gleðilegs St. Patrick´s day
Hafið þið einhverntíman séð eitthvað eins fallegt
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.3.2007 | 17:40
Akureyringar sér á báti
Eins og flestir vita líklega núna hefur bæarráð Akureyrar gefið líkamsræktarstöðinni Átak leyfi til að selja bjór og léttvín. Ég verð að segja að þetta er kannski full langt gengið í frjálsræðinu, ég hef ekkert á móti bjór og finnst mér hann frekar góður ef eitthvað er. Ég get bara ekki skilið rökin fyrir því að fara í ræktina til þess að fá sér bjór, ætlar þessi ágæta (heilsu)ræktarstofa að bjóða upp á "Happy Hour" (klukkutími í ræktinni og kaldur á eftir). Líkamsástand íbúa á Akureyri hlýtur að batna til muna við þessa breytingar.
Kannski er þetta góð lausn fyrir stofnanir og fyrirtæki sem vilja laða að fleira fólk að selja bjór, er viss um að fleiri mundu mæta til messu á sunnudögum ef boði væri upp á þessa þjónustu.
Best að ég hætti þessu bulli og fari að fá mér bjór á BARNUM
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2007 | 10:28
Risinn úr rekkju
Loksins kemur að því að ég byrja að bulla aftur, ég er rétt svo að skríða saman eftir leiðinda flensu sem ég hef haft undafarið. Ég verð að byðja aðdáendur þessarar síðu afsökunar á hversu lélegur ég hef verið að skrifa, kenni ég áður nemdri flensu við. Ég var meira segja of slappur til þess að skrifa til að minna á bjórdaginn hvað þá til að halda upp á þann merkis dag.
Skrifa aftur þegar ég hef lesið blöðin og hef frá einhverju að segja.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.2.2007 | 12:10
(Ó)heillakráka
Það má segja að Rulon Gardner fyrrverandi Olympíumeistari í rómanskri glímu sé eindæmum heppinn. Í gærkvöldi var hann farþegi í flugvél sem hrapaði í Lake Powell vatnið í eiðimörkinni á milli Utah og Arizona. Rulon varð að synda í um klukkustund áður en hann komst í land síðan varð hann að eiða nóttinni undir beru lofti hrakinn og kaldur þar til veiðimenn fundu hann morguninn eftir.
Þetta eru reyndar ekki einu hrakfarir þessa ágæta manns fimm árum síðan missti hann tá vegna frostskaða er hann hlaut eftir að hafa lennt í hrakningum á snjósleða sínum í Wyoming. Fyrir tveimur árum síðan slapp hann með skrekkinn þegar bíll keyrði inn í hann þar sem hann ferðaðist á móturhjóli sínu.
Það er kannski spurning hvort hann sé heppinn eða óheppinn.
Þessa frétt er hægt að finna á http://www.vg.no/
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2007 | 17:54
Fyrstur með fréttirnar
Mér varð frekar skemmt þegar ég raks á grein í Fréttablaðinu í dag. Þar sá ég fyrirsögnina notkun iPod bannaður. Það virðist sem greinaskrifarar Fréttablaðsins fylgist með blogg skrifum mínum þar sem eins og þeir vita sem lesa þetta bull hjá mér sagði ég frá þessari frétt þann 9. febrúar.
Þó svo greinarhöfundur Fréttablaðsins minnist á að hafa fundið greinina í The Independent finnst mér allveg verið hægt að vitna í blog færsluna mína frá áðurnemdum degi.
Þannig vill ég benda fréttafólki á Íslandi á það ef því vanti fréttir af heimsmálunum geti þeir alltaf haft samband og mun ég senda þeim fréttir um hæl
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2007 | 15:09
Britney sköllótt og Múhameð móðgaður
Ekki mikið að frétt héðan frá Írlandi þessa dagana. Ég átti frekar rólega og afslappaða helgi sem var mjög gott eftir annríkið undafarið. Ég hef verið að blaða í Irish Independent til að sjá hvað er að gerast í heimsmálunum og fannst mér frekar slakt að ein af fyrstu fréttunum sem maður rekur augun í er að Britney Spears hefur rakað af sér hárið. Þannig að þið sjáið ekki mikið bitastætt að gerast þessa dagana.
Á visir.is rakst ég á þessa frétt með fyrisögninni "Múhameð móðgaður aftur". Í grein þessari segir frá því að Sádí-Arabía hefur krafist þess að hollenski ráðherann Geert Wilders biðjist afsökunar á ummælum sínum um kóraninn. Hann sagði í daggblaðsviðtali að ef múslimar vildu halda áfram að búa í Hollandi yrðu þeir að henda helmingnum af Kóraninum, að auki sagði hann að hann myndi sjálfur sparka Múhameð spámanni úr landi ef hann byggi í Hollandi.
Ég verð að láta þetta að nægja að sinni, verð að fara að vinna
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2007 | 14:42
Í dag
Ég hef mikið hugsað um hvað ég geti skrifað um í dag en það virðist sem ekkert komi upp í hugan sem mér finnst þess virði að deila með ykkur.
Bulla eithvað seinna
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2007 | 11:54
Elskendur
Ég veit að ég ætlaði að skrifa í gær og tala um fréttahallærið sem ræður ríkjum. Aldrei slíku vant var ég mjög upptekinn í gær svo engin tími vannst til skrifa.
Það er reyndar ekki fréttir sem ég ætla að skrifa um í dag, heldur dagur elskandana eða Valentínusardagurinn. Írskir elskendur líkt og aðrir elskendur um heim allan munu að öllum líkindum senda fjöldan allan af kortum og blómum. Það er reyndar eitt sem flestir Írskir elskendur munu ekki hafa tök á en það er að fara út að borða þar sem flest allir veitingastaðir eru fyrir löngu síðan uppbókaðir og sumir síðan í júlí á síðasta ári.
Í dag mun fólk um heim allan gera sér dagamun en ólíkt því sem margir halda þá á Valentínusardagurinn ekki rætur sínar að rekja til Bandaríkjana heldur mun þessi siður að öllum líkindum borist þangað um 19. öld með Breskum innflytjendum. Fyrsta tilvitnun í Valentínusardaginn svo vitað er um er frá 1382 í ljóðinu Parlement of Foules eftir Geoffrey Chaucer sem hann samdi í tilefni árs brúðkaups afmælis Richards 2 Enlands konungs og Anne af Bohemia.
Á þessum nótum vil ég óska ykkur öllum ánægulegs dags
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)