Írónía

Ég hef lesið nokkur blogg þar sem fólk talar um íslenska tungu og eitt og annað er veldur fólki áhyggjuefnum í sambandi við íslenska málið. Eitt af þessu hlýtur að vera nýyrði og áhrif erlendra mála í okkar daglegu samskiptum. Eitt er það orðið sem fer virkilega í taugarnar á mér, írónía. Ekki veit ég hvort þetta orð er almennt notað í íslensku máli en ég komst í vandræði á sínum tíma fyrir að lýsa vanþóknun minni á þessu orði.

Þetta gerðist er ég lagði stund á bókmenntafræði í Háskóla Íslands. Ekki man ég hvaða áfangi þetta var en líklega hafði það eitthvað með stefnur í bókmenntafræði að gera. Sú sem sá um að kenna þennan áfanga var Helga Kress, þarna sem ég sat og hlustaði á fyrirlesturinn byrjaði Helga að tala um íróníu og fannst mér það frekar léleg íslenska þar sem eitthvað sagði mér að við hefðum fullkomlega gott og gilt íslenskt orð í stað íróníu, orðið kalhæðni.

Það eina sem ég hafði upp úr krafsinu er ég benti Helgu á að hvort ekki væri betra að nota orðið kaldhæðin í stað íróníunnar var að ég ætti að hætta þessum fíflalátum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband