Þarftu ekki að vera 18

Enn og aftur eru það dómsmálinn sem valda mér hugarangri. Er það vitleysa í mér en er það ekki refsivert að hafa samræði við einstakling sem ekki er orðin 18 ára jafnvel þó að viðkomandi samþykki.
mbl.is Fjórir piltar sýknaðir af ákæru fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Nei það er víst ekki rétt.  Börn eru börn til 18 ára aldurs nema þegar kemur að því að notfæra sér þau kynferðislega.  Svokallaði "lögríða" aldur er minnir mig 14, en einhverjar breytingar voru gerðar varðandi það í vetur og það fært upp í 15 (man þetta ekki nægilega vel).  Mig rámar alla vega í frétt um að nú verði farið með öll mál er varða kynmök og kynferðislegt ofbeldi við yngri en 15 ára sem nauðgunarmál.  Virðist að minnsta kosti ekki vera að virka í þessu tilfelli.

krossgata, 5.6.2007 kl. 16:34

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Það er eins og svo oft að það er eitt hvað við höldum og annað hvað lögin segja en ef ég man rétt þá var verið að hækka þennan aldur í 15 ár, en ef hann yrði settur í 18 ár þá er ég hræddur um að ekki yrði mikið farið eftir þeim reglum því náttúran verður ekki tamin með boðum og bönnum.

Einar Þór Strand, 5.6.2007 kl. 16:36

3 identicon

Nei, það er aðeins sjálfkrafa refsivert að hafa samræði eða önnur kynferðismök við einstakling yngri en 14 ára. 

202. gr. [Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en 14 ára, skal sæta fangelsi allt að 12 árum. …1)
[Önnur kynferðisleg áreitni en sú sem greinir í 1. mgr. varðar fangelsi allt að 4 árum.]1)
Hver sem með blekkingum, gjöfum eða á annan hátt tælir ungmenni [yngra en 18 ára]1) til samræðis eða annarra kynferðismaka skal sæta fangelsi allt að 4 árum.]2)

3) [Hver sem greiðir barni eða ungmenni yngra en 18 ára endurgjald gegn því að hafa við það samræði eða önnur kynferðismök skal sæta fangelsi allt að 2 árum.]

Stefán Bogi Sveinsson (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 16:42

4 Smámynd: Davíð Bragason

Ég tek undir að boð og bönn eiga ekki eftir að temja náttúruna eins og þú kallar það Einar. En ef þú mátt stunda kynlíf þegar þú ert 15 ættir þú þá ekki að mega t.d. kjósa. Mundi skipta máli ef einstaklingur sem er 15 og annar sem væri 36 stunduðu kynlíf?

Davíð Bragason, 5.6.2007 kl. 16:52

5 Smámynd: Einar Þór Strand

Það sem mér finnst vera málið í þessu öllu er að fólk verður að taka ábyrð á gjörðum sínum og ef þið skoðið dóminn þá er hann að því er virðist vel ígrundaður og kveðinn upp af 3 dómurum einum karlmanni og tveim konum.

hér er slóðin http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200700262&Domur=2&type=1&Serial=1&Words=

Einar Þór Strand, 5.6.2007 kl. 17:05

6 identicon

I annarri frett er bent a ad 400 e-toflur i forum manns eru 22 manada fangelsis virdi, en ad naudga 14 ara barni er ekkert mal!! Otrulega vel sloppid hja thessum ungu monnum, their voru greinilega bunir med amfetaminid thegar malid var tekid fyrir. 

Eg veit ekki hverskonar skilabod thessi domur er ad senda ungum monnum annad en ad thad se allt i lagi ad nauga stelpum ef thaer eru undir ahrifum og geta ekki skyrt greinilega fra ollu sem skedi.  Einning ad ef engir sjaanlegir averkar eru tha er ekki haegt ad sanna neitt.  Hvad tharf nu til, til ad stoppa svona hegdun???

svakaskutla (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 17:20

7 identicon

Kannski var henni ekki nauðgað? Alveg óþolandi hvernig stór meirihluti þjóðarinnar reikni alltaf með sekt í þessum málum. Aumingja strákarnir ef þeir eru saklausir, þó þeir hafi verið sýknaðir þá er þetta stimpill sem þeir munu aldrei losna við.

Geiri (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 17:53

8 identicon

Hvað sem stúlkan er gömul þá hefði maður haldið að hún þyrfti í það minnsta að hafa rænu til að vita hvað er í gangi og geta sagt já eða nei.  Ég spyr hinsvegar hverskonar karlmenn eru þetta strákar? Hverskonar strákar sulla í jukkinu úr vinum sínum í rænulausu barni? Hverskonar strákar eru þetta? Hver ól þá upp? Í hvaða skóla gegnu þeir? Hvernig feður eiga þessir strákar? Hvernig mæður eiga þeir? Hvernig karlmenn eru þetta? Kannast einhver við svona viðbjóð? Á einhver svona syni? Svona bræður? Svona ömmubörn? Hvað kom fyrir í íslensku þjóðfélagi?

Gústa (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 01:19

9 Smámynd: Davíð Bragason

Ég ætlaði mér að hafa svarað athugasemdum ykkar allra fyrr en núna. Ástæðan fyrir að ég birti þessa grein var að ég hélt að samræðisaldur væri hærri á Íslandi. Ef við látum liggja á milli hluta hvort dómurinn var réttur eða ei þá finnst mér það skjóta skökku við að 14 ára börn geti stofnað fjölskyldu án þess að geta löglega framfylgt henni.

Hvað finnst fólki um að hækka samræðis aldurinn í 16-17 ára og lækka lögræðisaldurinn þannig að þeir sem stofna til fjölskyldu geti löglega framfylgt henni

Davíð Bragason, 6.6.2007 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband