Færsluflokkur: Enski boltinn

Enski boltinn

Mikið var, nú er biðin næstum á enda og maður getur farið að hlakka til að setjast fyrir framan skjáinn að horfa á boltann. Ég hef verið að fylgjast með kaupum og sölum í úrvaldsdeildinni og virðist sem nokkrir áhugaverðir leikmenn hafi bæst við en mikið fannst mér leitt að sjá Henry fara frá Arsenal, einn skemmtilegasti leikmaður sem hefur sést í enska boltanum.

Annað er það sem ég hef spáð í líkt og flestir sem fylgjast með boltanum en það er hverjir verði meistarar, ég held að flestir geti verið sammála hvaða lið verði í efstu 4 sætunum þó erfitt geti verið að segja hver hreppi efsta sætið. Eitt sem mér finnst skjóta skökku við er hversu margir hafa afskrifað Arsenal, vissulega hafa þeir ekki verið upp á sitt besta síðustu tvö tímabil en ef þeir bæta sig í leikjum á móti liðum eins og Bolton, Blackburn og öðrum liðum sem eru yfirleitt um miðja deild þá held ég að þeir eigi mjög góða möguleika á titlinum. Á síðasta tímabili náði Arsenal í 6 stig á móti Man Utd, 4 á móti Spurs, 3 á móti Liverpool og 2 á móti Chelsea þannig að ef þeir gera eitthvað svipað ættu þeir að eiga góða möguleika.


Klám

Það er nú ekki oft sem ég þrasa, en þar sem ég las Fréttablaðið í dag rakst ég á grein sem ég get ekki orðabundist yfir.

Í þessari grein sem fjallar um samningsmál Íslendinga hjá Silkeborg liðinu rakst ég á nokkuð er ég kalla orðaklám en þar segir að engin af umræddum leikmönnum hafi klásúlu í samningi sínum, það getur velverið að þetta sé samþykkt orð en ég verð að segja að mér finnst þetta frekar léleg Íslenska, hvað er að því að nota orð eins og ákvæði.

 Þrasi lokið


Hversu tapsárir geta sumir verið

Það er merkilegt hvað sumir gera til þess að hanga uppi í ensku úrvaldsdeildinni í knattspyrnu en mér finnst nýjasta tilraun þeirra Sheffield Utd. manna frekar grátleg. Þeir hafa núna þar sem ljóst virðist að stig verði ekki tekin af West Ham sent frá sér tillögu um að fjölga liðum í úrvaldsdeildinni í 21 og þar með bjarga sér á þann hátt.

Meira um þetta í gegnum þennan hlekk.

http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=467154&CPID=8&clid=49&lid=2&title=Blades'+21-team+plan+quashed


Skúra, skrúbba bóna

Eins og flestir hafa líklega tekið eftir þá hefur farið lítið fyrir skrifum upp á síðkastið. Ég hef verið með eindæmum upptekin yfir húsverkum, verið að skúra gólf, strauja og elda matinn og laga til í garðinum. Núna veit ég að þegar skíthausar bræður mínir lesa þetta eiga þeir eftir að saka mig um rógburð og segja að konan stjórni mér alfarið. Hvor sem satt eða logið þá ættuð þið að sjá til þess að konur ykkar sjái ekki þetta bull í mér. Annars er allt gott að frétta, á milli húsverkanna hef ég samt sem áður náð að setjast niður með djús og horfa á boltann. Langar mig til þess að benda öllum á stór viðureign sem verður í beinni útsendingu á Sky Sports 1 á næstkomandi Föstudag en þar munu mætast Yeovil og Nottingham Forest

Endilega látið hinn Forest aðdáandann á Íslandi vita Wink


Halló

Góðan daginn heimuir allur,

Mér fannst ég verða að skrifa stutta færslu þar sem það hefur verið óvenju langt frá þeirri síðustu. Vinnan og veður hafa hamlað skrifum, alltof mikið að gera í vinnunni og veðrið of gott til að húka inni yfir pistla skrifum. Mun betra að sitja útá palli með fótboltadjús í hendi og njóta lífsins. Annars sat ég inni við í gær þrátt fyrir góða veðrið ástæðan Liverpool - Chelsea. Þokkalega góður leikur þetta en mikið voru Chelsea menn lélegir. Lítur út fyrir að verða góður úrslitaleikur Liverpool - AC Milan, ég held reindar að þetta er eins langt og Liverpool kemmst og spái hér með AC Milan sigri í deildinni og ef ég hef rangt fyrir mér og Man Utd. vinni AC Milan þá held ég að Man Utd. vinni Liverpool.

Hvað sem úr verður vonast ég til þess að leikurinn í kvöld verði jafn skemmtilegur á að horfa og fyrri leikur liðanna.


Huginn Fellum

Vonandi eru það einhverjir sem muna þetta sögufræga lið er tók þátt í 4. deild KSI nokkrum sumrum síðan. Það árið voru óvenju mörg lið í Austurlands riðli eða 10 talsins sem þýddi að leikmenn þessa ágæta liðs þurftu að spila 18 leiki sem var kannski full mikið fyri menn sem höfðu gaman að sparka í tuðru en þeirra hugmynd um líkamsrækt fólst í glasaliftingum. Misjöfnum sögum fer af afrekum þessa félags og ef menn horfa bara á hversu marga leiki félagið vann, þá lítur þetta kannski ekki svo vel út.

Annars var það ekki úrslit sem ég vildi minnast á heldur að tala aðeins um þá mörgu heiðursmenn er komu nálægt þessu félagi, ekki bara árið í 4. deildinni heldur líka árin á undan og eftir. Til þess að nefna nokkra sem komu við sögu voru Sigfús, Einar og Hugi löngum kenndir við Kross, Bjössi og Gulli frá Hofi. Frá Holti komum við bræður Dabbi, Finni, Biggi og Eysteinn svo var það Alli, Arnar, Gulli Guðjóns, Bjarki og bróðir hans Brynjar ef ég man rétt, Doddi, Viðar og fleiri góðir kappar.

Ekki má ég gleyma "stórstjörnu", og svo ég noti orð Bjarna Fel til þess að lýsa kappa "luralegur á velli en skalli góður" þessi maður er í dag dómari í Hæstarétti Íslands og heitir Ólafur Börkur Þorvaldsson.

Að lokum vil ég skora á þá sem muna liðið og afreksmenn þess að velja "all star" lið Huginns Fellum


Þetta er kjaftæði

Ég veit að lið þetta var valið af leikmönnum sjálfum þannig að þetta hlýtur að endurspegla skoðun meirihluta leikmanna. Ég verð þó að segja að David James er markmaður ársins og það að Rio Ferdinand sé í liðinu er bara fyndið. Ég gæti bennt á marga varnarmenn sem ættu að vera í liðinu frekar en Ferdinand, t.d okkar maður Ívar Ingimarsson og jafnvel meðvitundarlaus á John Terry frekar skilið að vera í liðinu en þetta örverpi.


mbl.is Átta frá Manchester United í liði ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerist á eftir

Langaði til þess að spá aðeins í hvað gerist í boltanum á eftir.

Tottenham - Aresenal 1:3 

Liverpool - Wigan 0:1

Man Utd. - Middlesbro' 2:0

West Ham - Everton 1:1

Nottingham Forest - Bournemouth 2:0

Nú er bara að sjá hversu rétt ég hef fyrir mér. Er á leiðinni á pöbinn að horfa á Spurs v Arsenal

 

 


Í alvöru Eggert..

Ég væri svo sem alveg til í að skipta á Sheffield Utd. og West Ham þ.e. að West Ham bjargi sér. Það er bara eitt sem Eggert virðist ekki átta sig á, til þess að West Ham falli ekki þurfa þeir að vinna leiki annars væri þetta ekki neitt mál fyir þig.

Sorry Eggert ég held að þú sért á leiðinni niður


mbl.is Eggert: Bjartsýnn en staðan alvarleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband