12.6.2007 | 12:57
Veður hamlar skrifum
Veðrið hérna hefur verið svo gott undafarna daga að ég hef ekki getað annað en sitja út í garði með fótboltadjús í hendi í staðin fyrir að sitja fyrir framan tölvuna. Annars er allt við það sama, er búin að skrá mig í ræktina og ætla að skella mér eftir vinnu í dag. Ég lét loks verða af þessu heilsuræktarátaki mínu eftir að hafa orðið leiður á að hlusta á mömmu kvarta yfir því hversu feitur ég væri orðinn. Hún hefur nú alltaf verið svo uppörvandi hún móðir mín
Skrifa meira þegar byrjar að rigna
7.6.2007 | 12:47
Engar sólarlandarferðir fyrir Íslendinga
Íslenskir jöklar horfnir eftir 200 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.6.2007 | 09:12
Díana
Ekki veit ég hvort Íslendingar sáu eða komi til með að sjá þennan umtalaða þátt um Díönu prinsessu, þáttinn sem synir hennar báðu sjónvarpsstöðina Channel 4 að hætta við að sýna. Ástæðan fyrir öllu fjaðrafokinu var að í þættinum yrðu sýndar myndir er teknar voru í göngunum andartökum eftir slysið.
Hérna er hlekkurinn að síðunni sem fjallar um þáttinn.
http://www.channel4.com/culture/microsites/D/diana/?intcmp=homepage_flash
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2007 | 11:22
Írónía
Ég hef lesið nokkur blogg þar sem fólk talar um íslenska tungu og eitt og annað er veldur fólki áhyggjuefnum í sambandi við íslenska málið. Eitt af þessu hlýtur að vera nýyrði og áhrif erlendra mála í okkar daglegu samskiptum. Eitt er það orðið sem fer virkilega í taugarnar á mér, írónía. Ekki veit ég hvort þetta orð er almennt notað í íslensku máli en ég komst í vandræði á sínum tíma fyrir að lýsa vanþóknun minni á þessu orði.
Þetta gerðist er ég lagði stund á bókmenntafræði í Háskóla Íslands. Ekki man ég hvaða áfangi þetta var en líklega hafði það eitthvað með stefnur í bókmenntafræði að gera. Sú sem sá um að kenna þennan áfanga var Helga Kress, þarna sem ég sat og hlustaði á fyrirlesturinn byrjaði Helga að tala um íróníu og fannst mér það frekar léleg íslenska þar sem eitthvað sagði mér að við hefðum fullkomlega gott og gilt íslenskt orð í stað íróníu, orðið kalhæðni.
Það eina sem ég hafði upp úr krafsinu er ég benti Helgu á að hvort ekki væri betra að nota orðið kaldhæðin í stað íróníunnar var að ég ætti að hætta þessum fíflalátum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)