23.7.2007 | 10:28
Rigning
Andskotinn hafi það, á maður bara að rigna í kaf. Ég hef verið svo niðurdreginn upp á síðkastið að ég hef ekkert geta skrifað. Sumarið hérna er búið að vera svo slæmt að það er hætt að vera fyndið, það er búið að rigna samfleytt í yfir 50 daga á flestum svæðum hérna á Írlandi.
Endilega sendið mér eitthvað af sólinni frá Íslandi....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.7.2007 | 09:57
Ferðasaga
Eins og ég var búinn að lofa þá ætla ég að reyna að segja ykkur frá ferðalagi mínu. Fyrir næstum tveimur vikum síðan hélt ég ásamt 10 öðrum til Spánar, nánar tiltekið tiltekið til bæarins Calpe. Í þessum hóp voru 3 karlar og 8 konur þar af voru 4 stelpur á aldrinum 2-4 ára. Þannig að jafnvel áður en lagt var af stað var flestum ljóst að þetta væri hættuför . Eins og áður sagði hélt þessi fagri hópur frá Dublin áleiðis til Alicante laugardaginn 23 júní síðastliðinn. Þegar þangað var komið ókum við sem leið lág til Calpe og þegar þreyttur ferðahópurinn komst á leiðarenda varð hann ekki fyrir vonbrigðum. (Myndin er ekki sérlega góð)
Ég held að allir í hópnum geti verið nokkuð sáttir með þessa viku er við áttum í þessum vinalega bæ þrátt fyrir moskítóbit, bakverki og gelt í hundum. Ég get mælt með svona fríi, sérstaklega fyrir fjölskyldufólk.
Ég fer kannski nánar út í ferðina síðar...
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.7.2007 | 10:53
Kominn úr útlegð
Bara mjög stutt færsla til þess að láta ykkur vita að ég er kominn aftur. Hef verið í fríi síðustu tvær vikurnar og hef ekki litið á netið á þeim tíma. Var á Spáni síðastliðna viku nánar tiltekið í Calpe. Skrifa meira um það síðar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2007 | 15:18
Stjörnuspáin