Í vikulokin

Mikið er ánægjulegt að helgin er á næstu grösum, vonandi veðrið verði gott svo fyrirhugað grillpartý geti farið fram. Það er verst að Eiríkur komst ekki áfram í gær, því núna þarf ég að hlusta á þetta væl í Íranum og heyri örugglega oftar en ekki hversu oft þeir hafi unnið þessa blessaða keppni.

Annars er ég viss um að það verði stanslaus gleði í litla kotinu í Celbridge á laugardaginn og aldrei að vita nema boðið verði upp á fótboltadjús og pressuð vínber. Þannig að ef einhverjir eru á leið til Írlands yfir helgina þá gæti margborgað sig að kíkja til Celbridge og taka þátt í Írsku grillpartýi.

Svo að lokum vonast ég til að Forest vinni leikinn í kvöld.


Skúra, skrúbba bóna

Eins og flestir hafa líklega tekið eftir þá hefur farið lítið fyrir skrifum upp á síðkastið. Ég hef verið með eindæmum upptekin yfir húsverkum, verið að skúra gólf, strauja og elda matinn og laga til í garðinum. Núna veit ég að þegar skíthausar bræður mínir lesa þetta eiga þeir eftir að saka mig um rógburð og segja að konan stjórni mér alfarið. Hvor sem satt eða logið þá ættuð þið að sjá til þess að konur ykkar sjái ekki þetta bull í mér. Annars er allt gott að frétta, á milli húsverkanna hef ég samt sem áður náð að setjast niður með djús og horfa á boltann. Langar mig til þess að benda öllum á stór viðureign sem verður í beinni útsendingu á Sky Sports 1 á næstkomandi Föstudag en þar munu mætast Yeovil og Nottingham Forest

Endilega látið hinn Forest aðdáandann á Íslandi vita Wink


Halló

Góðan daginn heimuir allur,

Mér fannst ég verða að skrifa stutta færslu þar sem það hefur verið óvenju langt frá þeirri síðustu. Vinnan og veður hafa hamlað skrifum, alltof mikið að gera í vinnunni og veðrið of gott til að húka inni yfir pistla skrifum. Mun betra að sitja útá palli með fótboltadjús í hendi og njóta lífsins. Annars sat ég inni við í gær þrátt fyrir góða veðrið ástæðan Liverpool - Chelsea. Þokkalega góður leikur þetta en mikið voru Chelsea menn lélegir. Lítur út fyrir að verða góður úrslitaleikur Liverpool - AC Milan, ég held reindar að þetta er eins langt og Liverpool kemmst og spái hér með AC Milan sigri í deildinni og ef ég hef rangt fyrir mér og Man Utd. vinni AC Milan þá held ég að Man Utd. vinni Liverpool.

Hvað sem úr verður vonast ég til þess að leikurinn í kvöld verði jafn skemmtilegur á að horfa og fyrri leikur liðanna.


Amma Schumacher

Ekki bara 17 ára bjánar sem aka of hratt. Í sambandi með vanvitringinn sem ók með barn óspennt í bíl, ég held að sekt sé hans minsta áhyggjuefni
mbl.is Hvorki ökumaðurinn né barnið voru með bílbelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband