25.4.2007 | 15:02
Ósköp er hann ljótur....
Ekki mikið í fréttum í dag þannig að ég ætla að segja frá atviki er gerðist seinni parts árs 1979. Það er ef ég get einhvertíman vistað þessa færslu á bloginu mínu.
Þannig var það að ég þá 4 ára gamall átti að eingnast lítinn bróðir og eftirvæntingin mikil, allan vega geri ég ráð fyrir því að ég hafi verið spenntur. Litli bróðir fæddist síðan 23. nóvember og man ég vel eftir því er ég fór á spítalann til þess að sjá litla krílið. Þarna lá hann í vöggu mitt á milli annar nýfæddra barna, þar sem ég stóð þarna og horfði í gegnum glerið á þetta hrukkudýr var ég spurður hvað mér finndist um litla bróðir. Eftir smá bið svaraði ég "ósköp er hann ljótur greyið". Eitthvað hefur ásýnd Eysteinn lagast með árunum enda ekki annað varla hægt.
Gullkornin sem ég lét falla í garð litla bróðir hættu ekki þarna. Nokkru seinna er bróðir var kominn heim í Holt var ég og æskuvinkona mín hún Bára inní herbergi hjá mömmu. Það var verið að ræða hvaða nafn skildi gefa snáða og var ég spurður álits. Eftir að hafa hugsað mig aðeins um sagði ég "getum við ekki látið hann heita Jökuldalur" ég er viss um að bróðir minn er foreldrum mínum þakklátur að mín tilllaga var ekki samþykkt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 13:32
Huginn Fellum
Vonandi eru það einhverjir sem muna þetta sögufræga lið er tók þátt í 4. deild KSI nokkrum sumrum síðan. Það árið voru óvenju mörg lið í Austurlands riðli eða 10 talsins sem þýddi að leikmenn þessa ágæta liðs þurftu að spila 18 leiki sem var kannski full mikið fyri menn sem höfðu gaman að sparka í tuðru en þeirra hugmynd um líkamsrækt fólst í glasaliftingum. Misjöfnum sögum fer af afrekum þessa félags og ef menn horfa bara á hversu marga leiki félagið vann, þá lítur þetta kannski ekki svo vel út.
Annars var það ekki úrslit sem ég vildi minnast á heldur að tala aðeins um þá mörgu heiðursmenn er komu nálægt þessu félagi, ekki bara árið í 4. deildinni heldur líka árin á undan og eftir. Til þess að nefna nokkra sem komu við sögu voru Sigfús, Einar og Hugi löngum kenndir við Kross, Bjössi og Gulli frá Hofi. Frá Holti komum við bræður Dabbi, Finni, Biggi og Eysteinn svo var það Alli, Arnar, Gulli Guðjóns, Bjarki og bróðir hans Brynjar ef ég man rétt, Doddi, Viðar og fleiri góðir kappar.
Ekki má ég gleyma "stórstjörnu", og svo ég noti orð Bjarna Fel til þess að lýsa kappa "luralegur á velli en skalli góður" þessi maður er í dag dómari í Hæstarétti Íslands og heitir Ólafur Börkur Þorvaldsson.
Að lokum vil ég skora á þá sem muna liðið og afreksmenn þess að velja "all star" lið Huginns Fellum
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2007 | 07:54
Ísland í dag
Ég vildi óska þess að ég hefði séð þennan þátt. En þar sem ég gerði það ekki get ég ekki myndað mér skoðun á málinu. Mig langar samt sem áður að gera athugasemd við yfirlýsingu sem Húsaleiga ehf. og IntJob sendu frá sér.
Meðal annars segja þeir þetta í yfirlýsingu sinni:
"Í umfjöllun Íslands í dag er sagt að 47 menn deili litlu húsnæði þar sem aðeins eru tvær salernisaðstöður og ein sturtuaðstaða. Hið rétta er að fjórar salernisaðstöður og fjórar sturtuaðstöður eru í húsinu. Þá eru í húsinu 37 menn á vegum IntJob starfsmannaleigu, auk þess sem fimm herbergi eru leigð af öðrum aðilum. Leigjendurnir deila með sér alls 450 fermetrum með sameign".
Ég veit ekki um ykkur lesendur góðir en mér finnst ekkert til þess að hrópa húrra yfir að það séu næstum 10 einstaklingar um hverja sturtu og salerni. Enn fremur segja þeir að fimm herbergi séu leigð af öðrum aðilum sem ég skil þannig að það sé þar með 42 einstaklingar í húsinu sem er meira en 10 einstaklingar á hverja sturtu og salerni. Á endanum segja þeir að leigjenurnir deili með sér 450 fermetrum og það með sameign.
Ef það eru 42 einstaklingar í húsinu þýðir þetta að hver einstaklingur hafi rúma 10 fermetra til umráða. Inn í þessari tölu geri ég ráð fyrir að við sé átt svefnherbergið, hluti af eldhúsi, stofu, salerni, sturtuaðstöðu, göngum og svo geri ég ráð fyirir að í húsinu sé þvottahús eða kannski er það kannski óþarfa lúxus. Þannig að þið sjáið að hver einstaklingur hefur fullt af plássi útaf fyrir sig.
Alvarlegar athugasemdir við fréttaflutning Íslands í dag" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.4.2007 | 21:35
Fermingar
Það er kannski ljótt af mér að vera að stela hugmyndum af öðrum bloggum en ég ætla sammt að gera það. Ég var að lesa blog bróður míns og sá að hann var að segja frá fermingardeginnum sínum og minnast þess að á þessu ári eru 30 ár frá þeim atburði. Þó að ekki séu 30 ár síðan ég fermdist þá eigum við bræður eitt og annað sameiginlegt með fermingardaginn. Líkt og Arnfinnur fermdist ég í Ás kirkju í Fellahreppi og var það einnig séra Bjarni sem fermdi mig. Ég var reyndar heppnari en bróðir minn að fermingarbörnin voru 3 er ég fermdist sem var eins gott þar sem ekki hefði ég viljað eitthvað brúðkaupstal um okkur Styrmi eða Brynjólf frænda.
Ég get alveg tekið undir að séra Bjarni var svo sem ekki sá stressaðasti í bransanum og man ég þegar við vorum að gang til prests fór mestur tíminn í að tala um enska boltann eða tefla skák frekar en að tala um trúmálin.
Eitthvað fékk ég líka af gjöfunum og voru þetta að mestu gagnlegar gjafir og peningar og líkt og hjá Arnfinni var hálf sveitin mætt í Holt til þess að fagna þessum áfanga í lífi mínu. Það er reynda ein gjöf sem ég held mikið upp á en það er sálmabókin sem hún amma gaf mér og þar sem ég sit og skrifa þessar hugleiðingar mínar tek ég eftir því að þetta sumar eru 18 ár síðan ég fermdist.
Anskoti líður tíminn hratt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)