Í dag

Ég hef mikið hugsað um hvað ég geti skrifað um í dag en það virðist sem ekkert komi upp í hugan sem mér finnst þess virði að deila með ykkur.

Bulla eithvað seinna


Elskendur

Ég veit að ég ætlaði að skrifa í gær og tala um fréttahallærið sem ræður ríkjum. Aldrei slíku vant var ég mjög upptekinn í gær svo engin tími vannst til skrifa.

Það er reyndar ekki fréttir sem ég ætla að skrifa um í dag, heldur dagur elskandana eða Valentínusardagurinn. Írskir elskendur líkt og aðrir elskendur um heim allan munu að öllum líkindum senda fjöldan allan af kortum og blómum. Það er reyndar eitt sem flestir Írskir elskendur munu ekki hafa tök á en það er að fara út að borða þar sem flest allir veitingastaðir eru fyrir löngu síðan uppbókaðir og sumir síðan í júlí á síðasta ári.

Í dag mun fólk um heim allan gera sér dagamun en ólíkt því sem margir halda þá á Valentínusardagurinn ekki rætur sínar að rekja til Bandaríkjana heldur mun þessi siður að öllum líkindum borist þangað um 19. öld með Breskum innflytjendum. Fyrsta tilvitnun í Valentínusardaginn svo vitað er um er frá 1382 í ljóðinu Parlement of Foules eftir Geoffrey Chaucer sem hann samdi í tilefni árs brúðkaups afmælis Richards 2 Enlands konungs og Anne af Bohemia.

Á þessum nótum vil ég óska ykkur öllum ánægulegs dags HeartHeartHeart


Frétta hallæri

Þar sem ég var búinn að lofa því að láta aftur frá mér heyra í dag fannst mér ekki hægt annað en standa við það. Ég er búinn að skoða hvern fréttavefinn á fætur öðrum í leit að einhverjum áhugaverðum og skemmtilegum fréttum en það virðist sama sagan allstaðar. Það eina sem virðist vera fréttnæmt er stríð, hörmunga og hrakfallasögur og að sjálfsögðu stjórnmálin. Ég get svo sem fallist á að þetta flokkist undir fréttir en mér finnst heldur slæmt ef þetta er það eina fréttnæmda sem gerist í heiminum.

Þar sem alltf er verið að trufla mig verð ég að hætta þessu í kvöld, þangað til á morgun.

Dabbi 


Hversdagsleikinn

Nú er helgin yfirstaðinn og vinnuvikan tekin yfir. Ég verð að byrja á að afsaka hversu lélegur ég hef verið að skrifa um helgar en eins og stendur þá virðist ég bara ekki hafa tíma til þess, vonandi að það breitist fljótlega.

Læt frá mér heyra síðar í dag.

Dabbi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband