Notkun iPod bönnuð?

 

Þar sem ég sit og les Irish Independent yfir kaffibolla og skvaldri frá samstarfsfólkinu rakst ég á þessa grein. Þar segir frá tillögu sem sett hefur verið fram í New York borg um að banna notkun á iPod. Í tillöguni er farið fram á að fólk verði sektað sem nemur um 6700 ISK fyrir að nota iPod á meðan gengið er yfir götu. Þetta kemur í kjölfar stór aukningar í banaslysum á gangandi vegfarendum sem ekki hafa orðið umferðarinnar varir vegna þess að hafa verið of upptekin af því að hlusta á iPod. Sá sem leggur þetta fram vill ganga lengra og banna notkun farsíma, "BlackBerries" og tölvuspila á meðan eigandinn annað hvort hjólar, skokkar eða gengur.

 

Er þetta kannski ekki full mikið af því góða


Þegar ég verð ríkur

Fyrirhugað er að byggja fjórar blokkir í London við Hyde Park. Þetta væri svo sem ekki til frásögu færandi nema fyrir þær sakir að Penthouse íbúðirnar munu að öllum líkindum verð þær dýrust sem seldar hafi verðið í London. Hver þeirra verður um 1900m² og kosta um €127m eða um 11.214m ISk

Maður getur alltf látið sig dreyma


Fótbolti, bókmenntir og snjór

Írar vöknuðu í dag frekar skömmustulegir yfir sigrinum á San Marino. Írar voru á engan hátt sannfærandi í leiknum og munaði aðeins nokkrum andartökum að yrði jafntefli. Annars var þetta ekki neitt sem ég ætlaði að tala um.

Það eru önnur undur og stórmerki að gerast hérna á Írlandi, þar sem ég sit on horfi út um skrifstofugluggan tek ég eftir því að það er byrjað að snjóa, þetta er eitthvað sem ég hef einungis upplifað um þrisvar sinnum áður þau fimm ár sem ég hef búið hérna á Írlandi.

Það er líka annað sem mig langar að byðja ykkur lesendur góðir að gera fyrir mig er að láta mig vita ef ég fundið Þjóðsögur Jóns Árnasonar á tölvutæku formi og helst á ensku, ég er að reyna að mennta Írann. 


Stutt frétt

Ég var að lesa Kildare Post sem er blað sem kemur út einu sinni í viku og greinir frá fréttum sem snerta Kildare sýsluna. Ég raks á litla frétt sem greinir frá því að lögreglan leitar að mönnum sem á dögunum þvinguðu flutningabíl til þess að stöðva, yfirbuguðu ökumannin og komust á brott með ránsfenginn. Um var að ræða páskaegg að verðmæti um €100.000 eða um 9.000.000 ISK.

Þar sem ég er ekki viss um að þessi egg komi í leitinar fyrir páska vil ég biðja alla sem lesa þetta að senda mér eitt páska egg Wink


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband