Bjór

Mig langaði til að benda á grein sem ég fann á http://news.bbc.co.uk/2/hi/4468884.stm en þar greinir frá því að vísindamenn hafi komið upp með formúlu sem skýrir "beer goggles" fyrirbærið. Fyrir þá sem ekki eru kunnugir þessu fyrirbæri þá er það oft sagt að "ljótt" fólk verði "fallegt" því meira áfengi sem þú lætur ofan í þig, að minnsta kosti þangað til daginn eftir.

Til þess að lesa fréttina smellið á tengilinn hér að ofan.


Ekkert merkilegt

Ég hef ekki frá neinu merkilegu að segja í dag og veit ekki einu sinn hvort ég get bullað eitthvað. Ég býð með óþreyju eftir því að komast heim úr vinnunni svo ég geti náð í hana Elnu Rós úr leikskólanum. Við feðginin erum ein heima í dag þannig að við ættum að hafa frið til þess að horfa á Portugal og Brasil í sjónvarpinu Smile. Hún er vel upp alin dóttir mín, alltf til að horfa á boltan með pabba sínum. Þar sem sköpunarandinn vill ekki koma yfir mig og ég verð að klára nokkur verkefni áður en ég fer heim þá læt ég þetta nægja í dag.

Dabbi


Fréttir

 

Góðan daginn Ísland,

Bara til þess að láta fólk vita að ég er enn á lífi. Ég er að vonast til þess að andinn fari að koma yfir mig fljótlega svo ég geti farið að senda frá mér pistla héðan frá Írlandi. Eins og stendur þá hef ég ekki frá neinu sérstöku að segja, hef ekki haft tækifæri til þess að fylgjast með heimsmálunum eða slúðrinu.

Af íþróttasviðinu er það hels að frétta að Írland lagði Wales að velli í rugby á sunnudaginn í æsispennadi leik í Cardif.

Í fótboltanum eru Írar á fullu að undirbúa sig fyrir leikin gegn Sam Marino á miðvikudaginn. Leikurinn ætti að vera Írum frekar auðveldur þrátt fyrir að leikmenn eins og Shay Given, Stephen Carr, Paddy Kenny, Kevin Doyle og Sephen Elliott verði ekki með vegna meiðsla.

Læt ég þetta nægja af fréttaflutningi frá eyjunni grænu í dag en vonandi hef ég frá meiru að segja á morgun.

 

Dabbi


Sælureitur

 

Þar sem vinir og vandamenn eru farnir að auglýsa þessa síðu verð ég að reyna að sjá til þess að það sé þess virði að skoða hana.

Ég hef bætt við nokkrum myndum af æsku heimilinu sem ég tók fyrir nokkru.

Þar sem helgin er frammundan með öllu sem tilheyrir, enska boltanum og fótboltadjúsi þá verður þetta að nægja í bili.

 

Dabbi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband