31.5.2007 | 09:30
Hvað er í gangi á Íslandi??
Dag eftir dag les ég um afbrot og ofbeldi á Íslandi og alltaf verð ég jafn reiður sérstaklega eftir að lesa um dóma sem kveðnir eru upp við hinum ýmsu brotum.
Ég verð að segja að þessi dómur finnst mér út í hött, tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alvarleg kynferðisbrot gegn tveimur telpum.
Ég ætla ekki að hafa eftir hvað ég mundi gera ef ég væri í sporum foreldra stúlknanna er urðu fyrir barðinu á þessum níðing en ég get fullvissað alla um að hann mundi ekki vilja lostna úr fangelsi eftir tvö og hálft ár.
Dæmdur fyrir kynferðisbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
30.5.2007 | 16:46
Vonandi hafa staðir upp á meira að bjóða
Ég var að vonast til þess að blogga ekki meira um þetta mál, þar sem ég hef sagt mína skoðun á þessu máli áður hér á þessu bloggi. Mér finnst Kormákur með eindæmum svartsýnn í sambandi við þetta bann og finnst mér slæmt ef hann ætlar að fólk fari eingöngu á skemmtistaði til þess að reykja, ég verð að segja að það fyndist mér lélegur staður ef reykingar væri eina skemmtiefnið.
Í sambandi við eftirlit við banninu, þá verður að treysta almenningi til þess að fara eftir því og upplýsa um staði sem brjóta gegn því. Hérna á Írlandi er sektin fyrir staði sem verða uppvísir að brotum á banninu um 400000 ISK
Reykingabann á skemmtistöðum gæti skilið milli feigs og ófeigs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 1.6.2007 kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2007 | 15:39
Madeleine
Mig langaði til þess að minnast aðeins á þetta mál en þar sem ég geri ráð fyrir að allir á landinu hafi þegar bloggað um það og rætt í þaula verður þetta frekar stutt.
Það er líklega ekki mikið sem ég get sagt sem mun lina þjáningar foreldra Madeleine en mig langar til þess að skora á alla til þess að kíkja inn á þessa síðu, www.findmadeleine.com og sína stuðning sinn á einn eða annan hátt.
30.5.2007 | 11:54
Karlremba
Ég hef verið sakaður um karlrembu vegna athugasemda minna um fjölkvæni frá einum fjölskyldumeðlim, þessum af okkur sem er stelpa. Annars skil ég ekki þess glósu frá systur minni, eitthvað fór fyrir brjóstið á henni að ég talaði um að raus í einni væri meira en nóg. Það er ekki mér að kenna að konan eigi að vera eiginmanni sínum undirgefin og ekki tala nema á hana sé yrt. Eins og allir sem þetta lesa geta séð er það alveg út í hött að kalla mig afturhaldssaman eða karlrembu það er nú bara þannig að konunni líður mun betur í eldhúsinu.
Svona til þess að ég fái ekki endalausar glósur frá reiðum lesendum langar mig til að benda á að þetta var allt í gríni meint. Ég er allur fyrir jafnrétti karla og kvenna, þess vegna gef ég konunni minni frí á föstudagskvöldum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)