Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
5.6.2007 | 16:18
Þarftu ekki að vera 18
Fjórir piltar sýknaðir af ákæru fyrir kynferðisbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.6.2007 | 16:10
Netlöggan
Það er merkilegt hvað sakleysislega samansett orð geta farið fyrir brjóstið á fólki, svo mikið að fólk gerir sig að sjálfskipuðum netlöggum til þess að vermda hinn almenna lesanda fyrir þeim ósóma er birtist á heimi vefsins.
Það er svo sem gott og blessað að fólk lýsi skoðunum sínum og vanþóknun sinni á einhverju sem því finnst óviðeigandi. Það sem ég ekki skil er að þetta sama fólk notar mun sterkari orð og beinar ásakanir á hendur þeirra er nota heimasíður og blogg til þess að koma skoðunum og hugmyndum sínum á framfæri.
Ég er nú þannig úr garði gerður að ég hlusta á skoðanir fólks og gef öllum tækifæri til þess að segja sína og koma rökum á framfæri, þrátt fyrir það hef ég verið sakaður um að vera vitlaus, dómgreindarlaus og hafa lélegan karakter. Ég held að flestir sem eru læsir og eru með toppstykkið í þokkalegu lagi geti séð að slíkar árásir á persónu manns eru mun verri en að benda á að barnaníðingur hafi sloppið vel með að fá einungis fangelsis dóm fyrir alvarlegan glæp.
Þetta er klausan sem valdi öllu uppnáminu.
"Ég ætla ekki að hafa eftir hvað ég mundi gera ef ég væri í sporum foreldra stúlknanna er urðu fyrir barðinu á þessum níðing en ég get fullvissað alla um að hann mundi ekki vilja lostna úr fangelsi eftir tvö og hálft ár. "
Úps Hafdís, I did it again
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.5.2007 | 15:39
Madeleine
Mig langaði til þess að minnast aðeins á þetta mál en þar sem ég geri ráð fyrir að allir á landinu hafi þegar bloggað um það og rætt í þaula verður þetta frekar stutt.
Það er líklega ekki mikið sem ég get sagt sem mun lina þjáningar foreldra Madeleine en mig langar til þess að skora á alla til þess að kíkja inn á þessa síðu, www.findmadeleine.com og sína stuðning sinn á einn eða annan hátt.
24.4.2007 | 07:54
Ísland í dag
Ég vildi óska þess að ég hefði séð þennan þátt. En þar sem ég gerði það ekki get ég ekki myndað mér skoðun á málinu. Mig langar samt sem áður að gera athugasemd við yfirlýsingu sem Húsaleiga ehf. og IntJob sendu frá sér.
Meðal annars segja þeir þetta í yfirlýsingu sinni:
"Í umfjöllun Íslands í dag er sagt að 47 menn deili litlu húsnæði þar sem aðeins eru tvær salernisaðstöður og ein sturtuaðstaða. Hið rétta er að fjórar salernisaðstöður og fjórar sturtuaðstöður eru í húsinu. Þá eru í húsinu 37 menn á vegum IntJob starfsmannaleigu, auk þess sem fimm herbergi eru leigð af öðrum aðilum. Leigjendurnir deila með sér alls 450 fermetrum með sameign".
Ég veit ekki um ykkur lesendur góðir en mér finnst ekkert til þess að hrópa húrra yfir að það séu næstum 10 einstaklingar um hverja sturtu og salerni. Enn fremur segja þeir að fimm herbergi séu leigð af öðrum aðilum sem ég skil þannig að það sé þar með 42 einstaklingar í húsinu sem er meira en 10 einstaklingar á hverja sturtu og salerni. Á endanum segja þeir að leigjenurnir deili með sér 450 fermetrum og það með sameign.
Ef það eru 42 einstaklingar í húsinu þýðir þetta að hver einstaklingur hafi rúma 10 fermetra til umráða. Inn í þessari tölu geri ég ráð fyrir að við sé átt svefnherbergið, hluti af eldhúsi, stofu, salerni, sturtuaðstöðu, göngum og svo geri ég ráð fyirir að í húsinu sé þvottahús eða kannski er það kannski óþarfa lúxus. Þannig að þið sjáið að hver einstaklingur hefur fullt af plássi útaf fyrir sig.
Alvarlegar athugasemdir við fréttaflutning Íslands í dag" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.4.2007 | 08:25
Það er svo merkilegt
Það er svo merkilegt þegar maður byrjar á þessu bulli að í hvert einasta skipti sem maður byrjar að skrifa virðast engar hugmyndir koma upp í hausin á manni. Annars langaði mig annars til þess að sjá hvort ég fái einhver svör við svolnu sem ég var að spjalla við um hana móður mína um daginn.
Þar sem ég bý erlendis og hef gert um nokkra ára skeið þá er ég ekki mikið inn í pólitíkinni á Íslandi sem er líklega gott, eftir því er ég man best voru flestir af þeim óttalegir hlandheilar, hvað um það.
Einhvern veginn barst tal okkar mömmu til refsinga við glæpum og fangelsis málum á Íslandi, ég var eitthvað að tala um að mér finndist refsingar á Íslandi alltof vægar en hún sagði að það skipti svo sem engu máli þar sem það væru engin fangelsi til þess að hýsa afbrotamenn. Getur þetta verið rétt, hafa ekki verið byggð nein ný fangelsi á Íslandi síðustu ár, þau sem fyrir eru hljóta með öllu að vera úrelt og ekki mönnum bjóðandi.
Það væri gaman að frétt hvað fólki finnst og hvort ég fari með rétt mál.
19.4.2007 | 10:16
Vangaveltur
Ég sá að bróðir góður var að velta fyirir sér á blogi sínu hvort hann væri rasisti eða ekki. Þar sem ég hef nú þekkt kauða frekar lengi og tel mig þekkja hann frekar vel get ég sagt að Arnfinnur er og hefur aldrei verið rasisti.
Ég skil óskup vel að hann vilji hafa varan á og vilji vermda menningu Íslands og kannski stemma stigu við fjölda útlendinga sem fái landvistaleifi á Íslandi. Ég líkt og Arnfinnur hef ekkert á móti því að fólk af erlendu bergi brotið setjist að á Íslandi sem og öðrum löndum, sjálfur bý ég á Írlandi svo það væri frekar hræsnislegt ef ég gerði það. Það sem mér finnst sammt mikilvægast í þessu og á það jafnt við Ísland sem önnur lönd er það að vermda siði og menningu þeirrar þjóðar sem á í hlut. Ég er ekki að segja að fólk með aðra menningu og siði eigi megi ekki halda í þá þrátt fyirir að búa í öðru en fæðingarlandi sínu. Ég tel það þó alger skilda hvers þess sem sest að í ókunnugu landi að þeir leitist af fremsta megni við að læra tungumál og aðlagast þeim siðum og venjum sem tíðkast í viðkomandi landi.
Að lokum vil ég taka undir það að vermda þurfi íslenskuna og vil ég afsaka eihverjar mál og stafsetingar villur sem gætu sést í texta þessum, en þetta gerist þegar maður dvelst árum saman erlendis.
27.2.2007 | 12:10
(Ó)heillakráka
Það má segja að Rulon Gardner fyrrverandi Olympíumeistari í rómanskri glímu sé eindæmum heppinn. Í gærkvöldi var hann farþegi í flugvél sem hrapaði í Lake Powell vatnið í eiðimörkinni á milli Utah og Arizona. Rulon varð að synda í um klukkustund áður en hann komst í land síðan varð hann að eiða nóttinni undir beru lofti hrakinn og kaldur þar til veiðimenn fundu hann morguninn eftir.
Þetta eru reyndar ekki einu hrakfarir þessa ágæta manns fimm árum síðan missti hann tá vegna frostskaða er hann hlaut eftir að hafa lennt í hrakningum á snjósleða sínum í Wyoming. Fyrir tveimur árum síðan slapp hann með skrekkinn þegar bíll keyrði inn í hann þar sem hann ferðaðist á móturhjóli sínu.
Það er kannski spurning hvort hann sé heppinn eða óheppinn.
Þessa frétt er hægt að finna á http://www.vg.no/
9.2.2007 | 12:15
Notkun iPod bönnuð?
Þar sem ég sit og les Irish Independent yfir kaffibolla og skvaldri frá samstarfsfólkinu rakst ég á þessa grein. Þar segir frá tillögu sem sett hefur verið fram í New York borg um að banna notkun á iPod. Í tillöguni er farið fram á að fólk verði sektað sem nemur um 6700 ISK fyrir að nota iPod á meðan gengið er yfir götu. Þetta kemur í kjölfar stór aukningar í banaslysum á gangandi vegfarendum sem ekki hafa orðið umferðarinnar varir vegna þess að hafa verið of upptekin af því að hlusta á iPod. Sá sem leggur þetta fram vill ganga lengra og banna notkun farsíma, "BlackBerries" og tölvuspila á meðan eigandinn annað hvort hjólar, skokkar eða gengur.
Er þetta kannski ekki full mikið af því góða