16.3.2007 | 11:43
Írar drekka langmest Evrópubúa
Þetta er fyrirsögn sem ég raks á í Fréttablaðinu í dag. Þarna greinir frá könnun sem Evrópusambandið gerði á neyslu áfengra drykkja. Mér fannst alveg tilvalið að benda á þessa grein sérstaklega þar sem dagur heilags Patreks er á morgun 17. mars.
Þessi þjóðhátíðardagur Íra hefur löngum verið ansi skrautlegur og blautur í meira en einum skilningi. Ég geri ekki sérstakleag ráð fyir að það verði einhver breiting á því á morgun nema hvað að ég held að við sleppum við rigninguna.
Ég geri ráð fyirir að svona í tilefnin dagsins verði ég að halda upp á sið Íra og fá mér einn eða tíu kalda
Að lokum vil ég óska öllum gleðilegs St. Patrick´s day
Hafið þið einhverntíman séð eitthvað eins fallegt
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.3.2007 | 17:40
Akureyringar sér á báti
Eins og flestir vita líklega núna hefur bæarráð Akureyrar gefið líkamsræktarstöðinni Átak leyfi til að selja bjór og léttvín. Ég verð að segja að þetta er kannski full langt gengið í frjálsræðinu, ég hef ekkert á móti bjór og finnst mér hann frekar góður ef eitthvað er. Ég get bara ekki skilið rökin fyrir því að fara í ræktina til þess að fá sér bjór, ætlar þessi ágæta (heilsu)ræktarstofa að bjóða upp á "Happy Hour" (klukkutími í ræktinni og kaldur á eftir). Líkamsástand íbúa á Akureyri hlýtur að batna til muna við þessa breytingar.
Kannski er þetta góð lausn fyrir stofnanir og fyrirtæki sem vilja laða að fleira fólk að selja bjór, er viss um að fleiri mundu mæta til messu á sunnudögum ef boði væri upp á þessa þjónustu.
Best að ég hætti þessu bulli og fari að fá mér bjór á BARNUM
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.3.2007 | 11:52
Stórfiskaleikur eða kynlífsstelling
Þar sem ég blaðaði í gegnum Fréttablaðiða rakst ég á fyrirsögnina, Frú Kolbeins klagar Smáralind fyrir klám. Ég hélt að þarna væri á ferðinni eitthvert stór málið en þegar ég sá hvað fór svona fyrir brjóstið á Frú Kolbeins (Guðbjörg Hildur Kolbeins) spurði ég sjálfan mig hvor allt væri í lagi með þessa ágætu konu.
Þetta er sökudólgurinn, forsíðumynd fermingabæklings Smáralindar. Ég ver að segja að hver sá sem lítur á þetta sem klám ætti að skoða sinn gang, Frú Kolbeins skýrir á sínu bloggi (kolbeins.blog.is) hvers vegna þetta er klám og verð ég að segja að Guðbjörg Hildur hefur með eindæmum gott ýmundunarafl og er ég ekki hissa ef hún getur séð klám í flestum myndum af konum. Ég held að þetta segji meira um hennar hugsunargang en nokkuð annað.
Það fyrsta sem kom upp í hugan minn er ég sá þessa mynd var stórfiskaleikur.Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.3.2007 | 10:28
Risinn úr rekkju
Loksins kemur að því að ég byrja að bulla aftur, ég er rétt svo að skríða saman eftir leiðinda flensu sem ég hef haft undafarið. Ég verð að byðja aðdáendur þessarar síðu afsökunar á hversu lélegur ég hef verið að skrifa, kenni ég áður nemdri flensu við. Ég var meira segja of slappur til þess að skrifa til að minna á bjórdaginn hvað þá til að halda upp á þann merkis dag.
Skrifa aftur þegar ég hef lesið blöðin og hef frá einhverju að segja.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)