Áfengi hættulegra en LSD

Vísindamenn í Bretlandi vilja breyta flokkunarkerfi eiturlyfa og telja svo notaða ABC kerfi ekki gefa rétta mynd af skaðsemi efnanna heldur horfa om mikið á hugsanleg áhrif sem mundu aðeins hafa áhrif á lítin hóp notenda. Í nýja flokkunarkerfinu er áfengi og tóbak sett ofar á listann en til dæmis kanabis, LSD og E-töflur.

Vísindamennirnir benda á það á hverjum degi í Bretlandi deyr einn einstaklingur af áfengiseitrun á meðan aðeins 10 dauðsföll á ári eru rakin til notkunar E-tafla.

Meira um þetta er hægt að finna http://www.visir.is/article/20070323/FRETTIR02/70323003/-1/FRETTIR eða á http://news.bbc.co.uk/2/hi/health/6474053.stm


Eitt og annað

Ég hef svo sem ekki frá mörgu að segja í augnablikinu en mig langaði til þess að benda á eitt og annað. Eins og fólk getur séð á bloginu mínu þá hef ég bætt við tengli fyrir annað blog sem ég hef í enskri útgáfu. Slóðin er http://daithi.blogireland.ie ykkur til fróðleiks er Daithi sama og Davíð skrifað á keltnesku.

Annað sem ég var að velta fyrirmér eftir að hafa séð grein í Fréttablaðinu í dag þar sem segir frá því að reykinga bann muni taka gildi í Danmörku í ágúst, er það hvort Íslendingar ætli sér ekki að taka upp þann sið fljótlega. Þetta bann tíðkast nú í fjölmörgum ríkjum Evrópu og hefur reinnst mjög vel, jafn vel Írar eru hæðst ánægðir með reykingabannið.

 


Lighting never strikes twice.... or does it?

Mig langaði til þess að segja ykkur frá lítilli frétt sem ég rakst á www.unison.ie þar segir frá Írskum ferðalöngum sem áttu bókað far með Air Lingus frá Rome til Dublin um hádegisbilið í gær en urðu frá að hverfa þar sem eldingu laust niður í flugvélina.

Þetta er þeim mun merkilegri frétt fyrir þær sakir að önnur vél félagsins sem átti að fljúga frá Rome síðar um daginn fékk ekki leyfi til brottfarar af sömu ástæðu, þ.e.a.s að eldingu laust einnig niður í þá vél.

Ætli æðri máttarvöld hafi eitthvað á móti þessu ágætis flugfélagi??


Góðan daginn heimur allur

Ég verð að biðjast afsökunar á litlum skrifum upp á síðkastið og ber ég þá helst við leti og tímaleisi heldur en afleiðinga Paddy´s day ( dagur heilags Patreks 17. mars )

Ég átti mjög ánægjulega helgi, gerði frekar lítið og náði að drekka nokkra kalda sem er ekki alltaf auðvelt fyrir annasaman fjölskyldufaðir. Þar sem það er frekar snemma dags og þetta er fyrsti vinnudagurinn eftir helgina verð ég hætta þessu í bili. Vonandi hef ég frá einhverju að segja seinna í dag.

Ps. Mig langar til þess að benda á að fólk getur tekið þátt í skoðanakönnun minni sem og á www.visir.is (það er findið hvernig fjölmiðlarnir virðast alltaf skoða bloggið mitt til að finna eitthvað fréttnæmt Wink )


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband