Þegar kviknar á deginum...

Svo var kveðið á sínum tíma og alveg tilvalið að byrja dagin á þessum nótum. Vorið og heiðlóan komin svo lundin ætti að fara að léttast. Það er allt svo jákvætt þegar sólin skýn Smile en svo sá ég þetta á www.visir.is Nú má sko skjóta fólk í Texas. Ríkisstjórinn í Texas hefur undirritað lög sem gera Texasbúum auðveldara að skjóta meðbræður sína. Þangað til núna hefur hverjum sem er ógnað á heimili sínu, bíl eða vinnustað þurft að sýna fram á að hann hafi gert all í sínu valdi til þess að komast frá ógnunni. Ekki lengur, skjóta fyrst og spyrja svo.

Þetta er kannski ekki svo slæmt, því fleiri sem eru skotnir því minni líkur eru á því að vanvitringar eins og George Bush komist í embætti forseta.


Fótboltadjús og heilsurækt

Helgin sem leið var bara nokkuð góð, veðrið var hvað best verður á kosið hérna á Írlandi. Mikil eftirvænting var í loftinu á laugardeginum vegna leiks Írlands og Wales í knattspyrnu sem var í fyrsta sinn haldin í ríki keltneskra íþrótta Croke Park. Þessi frábæri leikvangur tekur um 80.000 og var stemmingin á vellinum feikna góð. Ekki spillti veðrið og úrslitin fyrir gleðinni þar sem Írar unnu leikinn 1-0 þrátt fyrir að hafa kannski ekki spilað sinn besta leik.

Ég lét mér nægja að sitja í sófanum heima hjá mér og horfa á leikinn í sjónvarpinu með fótboltadjús í hendi Smile

Á sunnudeginum var það heilsuræktin sem réði rýkjum. Við fjölskyldan ásamt tengdapabba ákváðum að klífa fjöll. Við klifum "fjöllin" fyrir utan Dublin, í flestum löndum heims mundi fólk kalla þetta hæðir en ég ætla að kalla þetta fjöll þar sem að það lítur út fyrir að ég hafi afrekað meira þann veginn.

Það tekur kanski ljóman af þessu klettaklifri mínu að 3ja ára gömul dóttir mín gekk nánast án þess að blása úr nös alla leið á toppinn á meðan ég þurfti næstum að skríða seinustu metrana.

 


Eiturlyfjaprófa ungmenni fyrirvaralaust

Á www.visir.is fann ég þessa fyrirsögn. Þar segir frá því að dómsmálaráðherra Svíþjóðar vill löggjöf sem veitir skólum heimild til þess að senda börn undir 15 ára aldri í þvag- eða blóðprufu án samþykkis foreldra. Með þessu er vonast til að hægt verði að stemma stigu við eiturlyfjamisnotkun og minnka ofbeldi í skólum.

Þó svo að ég geti verið því hliðhollur að reynt sé að minnka ofbeldi og stemma stigum við eiturlyfjamisnotkun í skólum er ég ekki viss um að þetta sé rétta svarið.


Thulemaps

Mig langar að benda fólki á þessa ágætis vefsíðu, www.thulemaps.com og nota tækifærið til þess að gera smá athugasemd við síðustu færslu þar sem eigandi síðunar og félagi góður velur leikmenn frá ensku úrvaldsdeildinni sem honum annaðhvort þykja léglegir eða fara í taugarnar á honum.

Mig langaði til þess að bæta við þennan lista.

Wes Brown: Hann er leikmaður sem mér hefur alltaf fundist frekar lélegur. Hann er einn af þeim sem heldur að hann sé góður.

Cristiano Ronaldo: Hann fer hrikalega í taugarnar á mér. Ég held að allir geti verið sammála um að hann er fannta góður leikmaður en ég veit um fullt af fólki sem er hætt að nenna að horfa á boltan vegna þess hversu auðveldlega hann fellur í grasið.

Philippe Senderos: Hvað get ég sagt, hann er bara lélegur.

Ég get haldið áfram með þennan lista en ég læt þetta nægja í bili, hver veit nema ég haldi áfram með hann seinna


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband