5.4.2007 | 11:07
Páskar
Á sínum tíma sagði ég frá því að óprútnir einstaklingar rændu bílfarmi af páskaeggjum. Ég óskaði jafnframt eftir því að allir lesendur þessa blogs hefðu samband við mig til þess að senda mér nokkur páskaegg. HVAR ERU PÁSKAEGGIN MÍN????
Ég verð að sjá til hvort einhver skrif verða á föstudaginn langa, verð að athuga hvort lögin heimili skrif af þessu tægi. Yfir næstkomandi daga verður að öllum líkindum lítið um skrif þar sem ég er á leiðinni til Hollands
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2007 | 10:03
Austurlandið alltaf best
Eitt af því sem ég hef alltaf verið spurður um þegar fólk hérna kemst að því að ég er frá Íslandi er veðrið og þekkirðu Björk. Þessa dagana fólk spyr mig stannslaust um veðrið og hvort það sé alltaf kalt á Íslandi, núna get ég allan vega bent á 20 stiga hita á Austurlandinu í gær.
Fyrir utan öllu kjánalegu spurningarnar um Björk, snjóhúsin og myrkrið þá hafa flestir sem ég hef talað við um Ísland undrað sig á því afhverju land sem hefur upp á svo mikið að bjóða auglýsir sig ekki meira.
Fyrir nokkrum árum var ég staddur á bar í Dublin og var að tala við írsk hjón. Eins og svo oft áður þegar fólk áttaði sig á því að ég var ekki frá Írlandi vildi það vita hvaðan ég væri og hvernig stæði á mínum ferðum. Það voru yfirleitt tvö svör sem ég fékk er ég sagði fólki að ég væri frá Íslandi (þú ert sá fyrsti sem ég hef hitt og mig hefur alltaf langað að fara þangað). Þegar ég fór að segja frá Íslandi og segja hversu ólíkt landið er á sumri og vetri með miðnætursólinni og norðurljósunum var það undrandi áhverju ekki var boðið eða meira auglýst ævintýraferðir til Íslands á veturnar.
Vonandi kemur að því að Ísland virkilega fari að selja landið og auglýsa annað enn næturlífið í Reykjavík (eitt af því fáa sem fólk veit um landið er að næturlífið er sagt vera gott í Reykjavík) svo fara flugfélögin vonandi að fljúga frá öllum helstu borgum Evrópu líkt og Dublin (mig vantar beinnt flug frá Dublin)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 09:56
Apríl
Það var jólastemming í kotinu hérna á Írlandi í gær. Ég eldaði lambalæri (að sjálfsögðu frá Íslandi) að hætti landsliðsins með grænum baunum og rauðkáli frá Ora. Tókst þessi eldamennska mín með ágætum enda er ég með eindæmum góður kokkur .
Ég held að Íslendingar ættu að vera skildugir til þess að hefja útflutning á vissum vörum, t.d. lambakjöti (það besta í heimi) skyr, Egils Appelsín (gerist ekki betra) blár opal, það er algjör snild að sýna fólki erlendis innihaldslýsinguna.
Ég hef svo sem ekkert til þess að bulla um í augnablikinu, sjáum hvað gerist eftir að ég hafi lesið blöðin.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.3.2007 | 10:51
Vonandi vekur þetta umræðu
Ég hafði ekki ætlað mér að skrifa meira í dag en það var þangð til að ég sá forsíðu Fréttablaðsins. Þar segir að eigendur Ölstofu Kormáks og Skjaldar telji vegið að atvinnuréttinum sínum með fyrirhuguðu reykingabanni og íhugi málssókn á hendur ríkinu.
Ég gerði svo sem ekki ráð fyrir að allir væru sammála um ágæti reykingabanns en mig langar að benda á afhverju mér finnst ekki mögulegt að hafa sérstök reykrími, hverjir eiga að vinna í reykríminu, ef fólk segir starfsfólk sem reykir að þá ertu farin að mismuna þeim sem ekki reykja þar sem atvinnurekendur sem mundu bjóða upp á sérstakt reykrími mundu að öllum líkindu byrja að ráða eingöngu fólk sem reykir. Einnig hvernig ætla þessir ágætu menn að sjá til þess að reykur sleppi ekki út úr þessu rími á meðan fólk rápar inn og út.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)