7.6.2007 | 12:47
Engar sólarlandarferðir fyrir Íslendinga
Merkilegt þetta tal um gróðurhúsaáhrif og hvernig það er allt mönnum að kenna að hitastig á jörðinni fari hækkandi. Hvernig skýra menn þá lok ísaldar og lok hinnar svokölluðu litlu ísaldar, bendir það ekki til sveifla í hitastigi, voru það kannski hellisbúarnir sem sendu frá sér svo mikið gas að þeir urðu þess valdir að ísöld leið undir lok.
Íslenskir jöklar horfnir eftir 200 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jú það eru sveiflur. Það sem er grunsamlegt við þessa sveiflu er að hún er svo snögg og mikil. Hlýnunarskeið í jarðsögunni eiga sér stað á miklu lengri tímaskala en þessi sveifla í dag. Það er því eðlilegt að menn tengi hana við snögga breytingu í lifnaðarhætti mannsins með sinn útblástursflota. Hvort það sé rétt skal ég ekki segja.
Kári (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 13:15
Jú það eru sveiflur. Það sem er grunsamlegt við þessa sveiflu er að hún er svo snögg og mikil. Hlýnunarskeið í jarðsögunni eiga sér stað á miklu lengri tímaskala en þessi sveifla í dag. Það er því eðlilegt að menn tengi hana við snögga breytingu í lifnaðarhætti mannsins með sinn útblástursflota. Hvort það sé rétt skal ég ekki segja.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 7.6.2007 kl. 13:19
Þetta er nú ekki úr nálinni bitið enn. Mynd hefur verið framleidd af vísindamönnum sem heitir The Global warming swindle. Útdrátt úr myndinni má sjá hér:
http://www.youtube.com/watch?v=4boaEbtjByUUmsagnir um svindlið : http://raggibjarna.blog.is/blog/raggibjarna/entry/141774/ http://www.channel4.com/science/microsites/G/great_global_warming_swindle/index.html http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/173587/ Vísindamenn sem koma fram í myndinni The Global warming swindle:-- Dr. Pat Michaels - Prófessor í umhverfisvísindum, University of Virginia-- Dr. Richard Lindzen - Prófessor í veðurfræði, MIT-- Dr. Henrik Svensmark - Forstöðumaður Centre for Sun-Climate Research við Danish National Space Center-- Dr. Eigil Friis-Christensen - Forstöðumaður Danish Space Center-- Dr. Tim Ball - Loftslagsfræðingur. Prófessor emeritus við University of Winnipeg-- Dr. Ian Clark - Prófessor í Isotope hydrogeology og fornveðurfræði, University of Ottawa-- Nigel Calder - Fyrrum ritstjóri New Scientist Editor. Höfundur ásamt Henrik Svensmark að bókinni The Chilling Stars-- Dr. Philip Stott - Prófessor Emeritus í Biogeography, University of London-- Dr. Nir Shaviv - Associate Prófessor, The Hebrew University of Jerusalem-- Dr. Paul Reiter - Prófessor, Institut Pasteur, París-- Dr. John Christy - Prófessor og forstöðumaður Earth System Science Center, NSSTC University of Alabama-- Dr. Roy Spencer - Principal research scientist for University of Alabama in Huntsville. In the past, he served as Senior Scientist for Climate Studies at NASA's Marshall Space Flight Center in Huntsville, Alabama-- Dr. Patrick Moore - Stofnaði Greenpeace ásamt fleirum.-- Dr. Piers Corbyn - Forstöðumaður Weather Action-- Nigel Lawson - Lord Lawson of Blaby-- Dr. Carl Wunsch - Prófessor í eðlisfræðilegri haffræði, Department of Earth, Atmospheric, and Planetary Sciences, MIT-- Dr. Fred Singer - President Science & Environmental Policy Project, Prófessor við George Mason University og Prófessor Emeritus í umhverfisvísindum við University of Virginia-- Dr. Chris Landsea - Formerly a research meteorologist with Hurricane Research Division of Atlantic Oceanographic & Meteorological Laboratory at NOAA, is now the Science AND Operations Officer at the National Hurricane Center-- James Shikiwati - Kenyan economist and Director of the Inter Region Economic Network-- Dr. Syun-Ichi Akasofu - Director of the International Arctic research Centre
Þorsteinn (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 13:57
Ég sá umrædd mynd er þú talar um Þorsteinn, var sýndur á Channel 4 fyrir ekki svo löngu síðan og var mjög áhugaverð. Vonandi verður hún sýnd á Íslandi fljótlega.
Davíð Bragason, 7.6.2007 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.