1.6.2007 | 16:10
Netlöggan
Það er merkilegt hvað sakleysislega samansett orð geta farið fyrir brjóstið á fólki, svo mikið að fólk gerir sig að sjálfskipuðum netlöggum til þess að vermda hinn almenna lesanda fyrir þeim ósóma er birtist á heimi vefsins.
Það er svo sem gott og blessað að fólk lýsi skoðunum sínum og vanþóknun sinni á einhverju sem því finnst óviðeigandi. Það sem ég ekki skil er að þetta sama fólk notar mun sterkari orð og beinar ásakanir á hendur þeirra er nota heimasíður og blogg til þess að koma skoðunum og hugmyndum sínum á framfæri.
Ég er nú þannig úr garði gerður að ég hlusta á skoðanir fólks og gef öllum tækifæri til þess að segja sína og koma rökum á framfæri, þrátt fyrir það hef ég verið sakaður um að vera vitlaus, dómgreindarlaus og hafa lélegan karakter. Ég held að flestir sem eru læsir og eru með toppstykkið í þokkalegu lagi geti séð að slíkar árásir á persónu manns eru mun verri en að benda á að barnaníðingur hafi sloppið vel með að fá einungis fangelsis dóm fyrir alvarlegan glæp.
Þetta er klausan sem valdi öllu uppnáminu.
"Ég ætla ekki að hafa eftir hvað ég mundi gera ef ég væri í sporum foreldra stúlknanna er urðu fyrir barðinu á þessum níðing en ég get fullvissað alla um að hann mundi ekki vilja lostna úr fangelsi eftir tvö og hálft ár. "
Úps Hafdís, I did it again
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:40 | Facebook
Athugasemdir
Alveg er ég sammála...og það er mín skoðun:-) Langaði bara að senda smá kveðju frá City Höfn og láta þig vita að því að ég er komin í heim bloggara...betra seint en aldrei!
Bið að heilsa... Íris
Íris (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.