25.4.2007 | 15:02
Ósköp er hann ljótur....
Ekki mikið í fréttum í dag þannig að ég ætla að segja frá atviki er gerðist seinni parts árs 1979. Það er ef ég get einhvertíman vistað þessa færslu á bloginu mínu.
Þannig var það að ég þá 4 ára gamall átti að eingnast lítinn bróðir og eftirvæntingin mikil, allan vega geri ég ráð fyrir því að ég hafi verið spenntur. Litli bróðir fæddist síðan 23. nóvember og man ég vel eftir því er ég fór á spítalann til þess að sjá litla krílið. Þarna lá hann í vöggu mitt á milli annar nýfæddra barna, þar sem ég stóð þarna og horfði í gegnum glerið á þetta hrukkudýr var ég spurður hvað mér finndist um litla bróðir. Eftir smá bið svaraði ég "ósköp er hann ljótur greyið". Eitthvað hefur ásýnd Eysteinn lagast með árunum enda ekki annað varla hægt.
Gullkornin sem ég lét falla í garð litla bróðir hættu ekki þarna. Nokkru seinna er bróðir var kominn heim í Holt var ég og æskuvinkona mín hún Bára inní herbergi hjá mömmu. Það var verið að ræða hvaða nafn skildi gefa snáða og var ég spurður álits. Eftir að hafa hugsað mig aðeins um sagði ég "getum við ekki látið hann heita Jökuldalur" ég er viss um að bróðir minn er foreldrum mínum þakklátur að mín tilllaga var ekki samþykkt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.