Það er svo merkilegt

Það er svo merkilegt þegar maður byrjar á þessu bulli að í hvert einasta skipti sem maður byrjar að skrifa virðast engar hugmyndir koma upp í hausin á manni. Annars langaði mig annars til þess að sjá hvort ég fái einhver svör við svolnu sem ég var að spjalla við um hana móður mína um daginn.

Þar sem ég bý erlendis og hef gert um nokkra ára skeið þá er ég ekki mikið inn í pólitíkinni á Íslandi sem er líklega gott, eftir því er ég man best voru flestir af þeim óttalegir hlandheilar, hvað um það.

Einhvern veginn barst tal okkar mömmu til refsinga við glæpum og fangelsis málum á Íslandi, ég var eitthvað að tala um að mér finndist refsingar á Íslandi alltof vægar en hún sagði að það skipti svo sem engu máli þar sem það væru engin fangelsi til þess að hýsa afbrotamenn. Getur þetta verið rétt, hafa ekki verið byggð nein ný fangelsi á Íslandi síðustu ár, þau sem fyrir eru hljóta með öllu að vera úrelt og ekki mönnum bjóðandi.

Það væri gaman að frétt hvað fólki finnst og hvort ég fari með rétt mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Nú veit ég ekki hvernig umhorfs er í fangelsum á Íslandi þar sem ég hef ekki verið að kynna mér innviði þeirra neitt sérstaklega. Hvað sem því líður þá er þegar orðin vönntun á fangelsisrými

Arnfinnur Bragason, 20.4.2007 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband