9.3.2007 | 17:40
Akureyringar sér á báti
Eins og flestir vita líklega núna hefur bæarráð Akureyrar gefið líkamsræktarstöðinni Átak leyfi til að selja bjór og léttvín. Ég verð að segja að þetta er kannski full langt gengið í frjálsræðinu, ég hef ekkert á móti bjór og finnst mér hann frekar góður ef eitthvað er. Ég get bara ekki skilið rökin fyrir því að fara í ræktina til þess að fá sér bjór, ætlar þessi ágæta (heilsu)ræktarstofa að bjóða upp á "Happy Hour" (klukkutími í ræktinni og kaldur á eftir). Líkamsástand íbúa á Akureyri hlýtur að batna til muna við þessa breytingar.
Kannski er þetta góð lausn fyrir stofnanir og fyrirtæki sem vilja laða að fleira fólk að selja bjór, er viss um að fleiri mundu mæta til messu á sunnudögum ef boði væri upp á þessa þjónustu.
Best að ég hætti þessu bulli og fari að fá mér bjór á BARNUM
Athugasemdir
Hmmm...já svolítið spes, en þegar ég fer að spá í það þá er þetta sniðugt þ.e.a.s. á dögum þar sem t.d. er verið að gæsa eða steggja - fara í dekur og pottana á eftir með eitt hvítvínsglas í hendi. En auðvitað á áfengi ekkert saman við líkamsrækt...so far away!
Íris (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 20:20
Dabbi minn ertu búinn að gleyma hvað við gerðum alltaf eftir innanhúsboltann hér áður fyrr? Puða og einn kaldur á eftir, himnasæla. hehe...
arnfinnur (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.