Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
12.6.2007 | 12:57
Veður hamlar skrifum
Veðrið hérna hefur verið svo gott undafarna daga að ég hef ekki getað annað en sitja út í garði með fótboltadjús í hendi í staðin fyrir að sitja fyrir framan tölvuna. Annars er allt við það sama, er búin að skrá mig í ræktina og ætla að skella mér eftir vinnu í dag. Ég lét loks verða af þessu heilsuræktarátaki mínu eftir að hafa orðið leiður á að hlusta á mömmu kvarta yfir því hversu feitur ég væri orðinn. Hún hefur nú alltaf verið svo uppörvandi hún móðir mín
Skrifa meira þegar byrjar að rigna
30.5.2007 | 11:54
Karlremba
Ég hef verið sakaður um karlrembu vegna athugasemda minna um fjölkvæni frá einum fjölskyldumeðlim, þessum af okkur sem er stelpa. Annars skil ég ekki þess glósu frá systur minni, eitthvað fór fyrir brjóstið á henni að ég talaði um að raus í einni væri meira en nóg. Það er ekki mér að kenna að konan eigi að vera eiginmanni sínum undirgefin og ekki tala nema á hana sé yrt. Eins og allir sem þetta lesa geta séð er það alveg út í hött að kalla mig afturhaldssaman eða karlrembu það er nú bara þannig að konunni líður mun betur í eldhúsinu.
Svona til þess að ég fái ekki endalausar glósur frá reiðum lesendum langar mig til að benda á að þetta var allt í gríni meint. Ég er allur fyrir jafnrétti karla og kvenna, þess vegna gef ég konunni minni frí á föstudagskvöldum