20.4.2007 | 08:25
Það er svo merkilegt
Það er svo merkilegt þegar maður byrjar á þessu bulli að í hvert einasta skipti sem maður byrjar að skrifa virðast engar hugmyndir koma upp í hausin á manni. Annars langaði mig annars til þess að sjá hvort ég fái einhver svör við svolnu sem ég var að spjalla við um hana móður mína um daginn.
Þar sem ég bý erlendis og hef gert um nokkra ára skeið þá er ég ekki mikið inn í pólitíkinni á Íslandi sem er líklega gott, eftir því er ég man best voru flestir af þeim óttalegir hlandheilar, hvað um það.
Einhvern veginn barst tal okkar mömmu til refsinga við glæpum og fangelsis málum á Íslandi, ég var eitthvað að tala um að mér finndist refsingar á Íslandi alltof vægar en hún sagði að það skipti svo sem engu máli þar sem það væru engin fangelsi til þess að hýsa afbrotamenn. Getur þetta verið rétt, hafa ekki verið byggð nein ný fangelsi á Íslandi síðustu ár, þau sem fyrir eru hljóta með öllu að vera úrelt og ekki mönnum bjóðandi.
Það væri gaman að frétt hvað fólki finnst og hvort ég fari með rétt mál.
19.4.2007 | 10:16
Vangaveltur
Ég sá að bróðir góður var að velta fyirir sér á blogi sínu hvort hann væri rasisti eða ekki. Þar sem ég hef nú þekkt kauða frekar lengi og tel mig þekkja hann frekar vel get ég sagt að Arnfinnur er og hefur aldrei verið rasisti.
Ég skil óskup vel að hann vilji hafa varan á og vilji vermda menningu Íslands og kannski stemma stigu við fjölda útlendinga sem fái landvistaleifi á Íslandi. Ég líkt og Arnfinnur hef ekkert á móti því að fólk af erlendu bergi brotið setjist að á Íslandi sem og öðrum löndum, sjálfur bý ég á Írlandi svo það væri frekar hræsnislegt ef ég gerði það. Það sem mér finnst sammt mikilvægast í þessu og á það jafnt við Ísland sem önnur lönd er það að vermda siði og menningu þeirrar þjóðar sem á í hlut. Ég er ekki að segja að fólk með aðra menningu og siði eigi megi ekki halda í þá þrátt fyirir að búa í öðru en fæðingarlandi sínu. Ég tel það þó alger skilda hvers þess sem sest að í ókunnugu landi að þeir leitist af fremsta megni við að læra tungumál og aðlagast þeim siðum og venjum sem tíðkast í viðkomandi landi.
Að lokum vil ég taka undir það að vermda þurfi íslenskuna og vil ég afsaka eihverjar mál og stafsetingar villur sem gætu sést í texta þessum, en þetta gerist þegar maður dvelst árum saman erlendis.
18.4.2007 | 10:38
Taktu eftir Geir
Ég fékk athugasemd frá Geir við grein um reykingabann og hvernig það hefur virkað á Írlandi. Ég hef ekkert á móti því að fólk hafi sínar skoðanir jafnt sem og ég hef mína. Mig langaði til þess að benda Geir á nokkur atriði. Hann segir að reykingabannið er óréttlátt ofbeldi gagnvart eigendum kráa og það sé engin þvingaður til þess að fara á slíka staði eða vinna þar.
Geir þetta bann nær ekki engöngu yfir eigendur kráa heldur er verið að tala um alla opinberar stofnanir. Enn fremur segir Geir að þeir sem ekki reykja hafi frelsi til þess að fara eitthvert annað, ég skil þetta þannig að fólk sem ekki reykir geti ekki farið á krár eða veitingastaði.
Ég skil vel að ekki eru allir sáttir við reykingabann og verða alltaf misjafnar skoðanir um ágæti þess. Í grein minni neðar á þessari síðu "virkar vel" var ég einfaldlega að benda á þá staðreind að Írar eru almennt sáttir með ágæti reykingabannsins.
Að lokum Geir, Karl Bretaprins vildi láta banna McDonalds
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2007 | 13:27
Ég á vin
Bara stutt færsla til þess að bjóða Arnfinn velkominn í heim bloggara. Endilega kíkið á þetta hjá kallinum.
http://arnfinnur.blog.is
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)