Var að horfa á ruðninginn

Var að enda við á horfa á Írland vera rassskellt af Frakklandi, ekki sérstaklega gaman á föstudags kvöldi. Alveg merkilegt hversu erfiðlega hefur gengið að skrifa upp á síðkastið, kannski að aldurinn sé farin að segja til sín.

Svo kemur sá dagur að maður ákveður að nú sé loksins komi tími til þess að fara að skrifa, sest niður í sófann, opna bjórinn og byrja, en hvað er þetta ekki neitt virðist koma upp í hugann og jafnvel eftir allan þennan hugsunar og orkudjús. Kannski að það hafi eitthvað með að ég er karlmaður að það sé mér erfileikum háð að koma orðunum frá mér því eins og allir vita þá hafa karlmenn aðeins takmarkaðan orðakvóta og ég er alveg viss um að ég er löngu búinn með þann kvóta fyrir daginn.

En svo mitt á milli alls kjaftæðisins áttaði ég mig á því að karlar geta náð sér í auka orðakvóta, einn bjór er um 500 orð þannig að núna á ég inni um 2000 orð þannig að það er eins gott að ég noti þau vel. Það er samt merkileg þegar maður byrjar að skrifa og heldur áfram án þess að hugsa (eitthvað sem Biggi hefur alltaf verið góður í Smile ) að þá virðist maður geta haldið áfram að bulla alveg endalaust eins og mér hefur tekist að þessu sinni, kannski að það sé miklu betra að nota aðferðina hans Bigga og hugsa ekki neitt.

Nóg um allt bullið, eins og ég sagði frá í síðustu færslu minn þá vorum við hjónakornin boðin í veislu til heiður Forsætisráðherra Íslands og verð ég að segja að Geir Haarde kom mér skemmtilega á óvart, hann var bara nokkuð skemmtilegur á 4 rauðvínsglasinu en var farin að rausa frekar mikið á því sjötta Wink. Eina sem ég er ekki viss um er hvort það var ég eða Geir sem drukkum þessi rauðvínsglös en ef ég tek inn í dæmið hvernig mér leið daginn eftir þá er líklegra að það hafi verið ég.

Nóg í bili..... Dabbi


Vaknaður úr dvala

Komin tími til þess að fara að byrja að bulla, það hefur verið svo mikið að gera undanfarið að ég hef ekki einu sinni getað hugsað um að skoða bloggið mitt, hvað þá að skrifa eitthvað hérna.

Ég, konan og litla skottið skruppum til Barcelona í síðustu viku og var það með eindæmum ánægjuleg för. Fórum meðal annars í dýragarðinn og á Camp Nou og var dóttir mín ekki á þeim buxunum að yfirgefa völlinn fyrr en einhver fótbolti yrði spilaður. Ekki skemmdi fyrir að geta horft á Ísland spila á móti Spáni, hefðum samt átt að vinna leikinn.

Í kvöld erum við hjónakornin boðin í mótöku til heiðurs Forsætisráðherra Íslands, vonandi að það verði eitthvað áhugavert fólk í þessu boði.


Enski boltinn

Mikið var, nú er biðin næstum á enda og maður getur farið að hlakka til að setjast fyrir framan skjáinn að horfa á boltann. Ég hef verið að fylgjast með kaupum og sölum í úrvaldsdeildinni og virðist sem nokkrir áhugaverðir leikmenn hafi bæst við en mikið fannst mér leitt að sjá Henry fara frá Arsenal, einn skemmtilegasti leikmaður sem hefur sést í enska boltanum.

Annað er það sem ég hef spáð í líkt og flestir sem fylgjast með boltanum en það er hverjir verði meistarar, ég held að flestir geti verið sammála hvaða lið verði í efstu 4 sætunum þó erfitt geti verið að segja hver hreppi efsta sætið. Eitt sem mér finnst skjóta skökku við er hversu margir hafa afskrifað Arsenal, vissulega hafa þeir ekki verið upp á sitt besta síðustu tvö tímabil en ef þeir bæta sig í leikjum á móti liðum eins og Bolton, Blackburn og öðrum liðum sem eru yfirleitt um miðja deild þá held ég að þeir eigi mjög góða möguleika á titlinum. Á síðasta tímabili náði Arsenal í 6 stig á móti Man Utd, 4 á móti Spurs, 3 á móti Liverpool og 2 á móti Chelsea þannig að ef þeir gera eitthvað svipað ættu þeir að eiga góða möguleika.


Eitt og annað

Eins og flestir hafa séð þá hefur ekki verið mikið um skrif hjá mér upp á síðkastið. Fullt að gera hjá kallinum og engin tími unnist til að bulla. Ég er í augnablikinu að vinna í því að leita að skóla þar sem ég get stundað fjarnám, hægara sagt en gert.

Annars er allt við þetta sama hérna hjá mér, ég les blöðin, drekk kaffið og reyni að láta mér ekki leiðast í vinnunni. Ekki ætla ég að fara að endurskrifa hvað ég var að lesa á www.mbl.isþar sem að ég geri ráð fyrir að fólk get gert það sjálft.

Ég ætla að halda áfram að lesa og sjá hvort ég sjái eitthvað áhugavert.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband