Karlremba

Ég hef verið sakaður um karlrembu vegna athugasemda minna um fjölkvæni frá einum fjölskyldumeðlim, þessum af okkur sem er stelpa. Annars skil ég ekki þess glósu frá systur minni, eitthvað fór fyrir brjóstið á henni að ég talaði um að raus í einni væri meira en nóg. Það er ekki mér að kenna að konan eigi að vera eiginmanni sínum undirgefin og ekki tala nema á hana sé yrt. Eins og allir sem þetta lesa geta séð er það alveg út í hött að kalla mig afturhaldssaman eða karlrembu það er nú bara þannig að konunni líður mun betur í eldhúsinu.

Svona til þess að ég fái ekki endalausar glósur frá reiðum lesendum langar mig til að benda á að þetta var allt í gríni meint. Ég er allur fyrir jafnrétti karla og kvenna, þess vegna gef ég konunni minni frí á föstudagskvöldum Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Aumingja systir þín, kona, móðir, frænka, amma ásamt öðru kvenkyns í nálægð við þig.  Þú ert samt voða laglegur

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.5.2007 kl. 12:08

2 Smámynd: Davíð Bragason

Takk fyrir athugasemdina Jenný, alltaf gaman að heyra frá lesendum. Ég hlusta á skoðanir allra, líka femínista  en að öllum glósum slepptum þá vita allir sem mig þekkja að ég er með eindæmum góður við konurnar í mínu lífi og ber ég mikla virðingu fyrir þeim öllum.

Davíð Bragason, 30.5.2007 kl. 12:18

3 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Aumingi, dregur  svo allt til baka!!!!

Arnfinnur Bragason, 30.5.2007 kl. 13:08

4 Smámynd: Davíð Bragason

Hver sagði að ég hefði dregið allt til baka,eina sem ég sagði var að ég ber virðingu fyrir þeim og það að ég er mjög góður við þær, þær fá jú að þjóna mér  

Davíð Bragason, 30.5.2007 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband