Apríl

Það var jólastemming í kotinu hérna á Írlandi í gær. Ég eldaði lambalæri (að sjálfsögðu frá Íslandi) að hætti landsliðsins með grænum baunum og rauðkáli frá Ora. Tókst þessi eldamennska mín með ágætum enda er ég með eindæmum góður kokkur Wink.

Ég held að Íslendingar ættu að vera skildugir til þess að hefja útflutning á vissum vörum, t.d. lambakjöti (það besta í heimi) skyr, Egils Appelsín (gerist ekki betra) blár opal, það er algjör snild að sýna fólki erlendis innihaldslýsinguna.

Ég hef svo sem ekkert til þess að bulla um í augnablikinu, sjáum hvað gerist eftir að ég hafi lesið blöðin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, lambakjötið er alltaf flutt út í einhverju mæli en hefur gengið upp og ofna með markaðssetninguna á því. Skyrið er hinsvegar að slá í geng í Bandaríkjunum og eftir því sem ég best veit þá gætum við selt alla mjólkurframleiðsluna þangað út í formi skyrs og osta sem einnig eru að gera sig á þessum markaði. Verst með bláa Opalinn, það er því miður hætt að framleiða hann, eini Opailnn sem ég keypti.... gæti alveg þegið hann nú eftir að ég hætti að reykja

arnfinnur (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband