26.3.2007 | 11:06
Fótboltadjús og heilsurækt
Helgin sem leið var bara nokkuð góð, veðrið var hvað best verður á kosið hérna á Írlandi. Mikil eftirvænting var í loftinu á laugardeginum vegna leiks Írlands og Wales í knattspyrnu sem var í fyrsta sinn haldin í ríki keltneskra íþrótta Croke Park. Þessi frábæri leikvangur tekur um 80.000 og var stemmingin á vellinum feikna góð. Ekki spillti veðrið og úrslitin fyrir gleðinni þar sem Írar unnu leikinn 1-0 þrátt fyrir að hafa kannski ekki spilað sinn besta leik.
Ég lét mér nægja að sitja í sófanum heima hjá mér og horfa á leikinn í sjónvarpinu með fótboltadjús í hendi
Á sunnudeginum var það heilsuræktin sem réði rýkjum. Við fjölskyldan ásamt tengdapabba ákváðum að klífa fjöll. Við klifum "fjöllin" fyrir utan Dublin, í flestum löndum heims mundi fólk kalla þetta hæðir en ég ætla að kalla þetta fjöll þar sem að það lítur út fyrir að ég hafi afrekað meira þann veginn.
Það tekur kanski ljóman af þessu klettaklifri mínu að 3ja ára gömul dóttir mín gekk nánast án þess að blása úr nös alla leið á toppinn á meðan ég þurfti næstum að skríða seinustu metrana.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.