Eitt og annað

Ég hef svo sem ekki frá mörgu að segja í augnablikinu en mig langaði til þess að benda á eitt og annað. Eins og fólk getur séð á bloginu mínu þá hef ég bætt við tengli fyrir annað blog sem ég hef í enskri útgáfu. Slóðin er http://daithi.blogireland.ie ykkur til fróðleiks er Daithi sama og Davíð skrifað á keltnesku.

Annað sem ég var að velta fyrirmér eftir að hafa séð grein í Fréttablaðinu í dag þar sem segir frá því að reykinga bann muni taka gildi í Danmörku í ágúst, er það hvort Íslendingar ætli sér ekki að taka upp þann sið fljótlega. Þetta bann tíðkast nú í fjölmörgum ríkjum Evrópu og hefur reinnst mjög vel, jafn vel Írar eru hæðst ánægðir með reykingabannið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reykingar verða bannaðar á veitingastöðum frá og með 1. júlí hér á landi. Sumir staðir hafa jafnvel nú þegar tekið upp þessa ágætu ákvörðun

arnfinnur (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 09:27

2 Smámynd: Davíð Bragason

Ég er viss um að þetta á eftir að hafa mjög jákvæð áhrif á menningarlífið og ferðamennskuna. Það hefur verið mín reynsla að fólk sem reykir kvartar ekki mikið yfir því að þurfa að fara út til þess að reykja heldur nota tækifærið til að kynnast nýju fólki. Mörg sambönd hafa byrjað á þenna hátt.

Þetta er líka sérstaklega ánægjulegt fyrir barnafólk þar sem það getur nú skroppið inn á veitingastaði, fengið sér einn kaldan án þess að þurfa að hafa áhyggjur af heilsu barnanna

Davíð Bragason, 23.3.2007 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband