8.2.2007 | 11:34
Fótbolti, bókmenntir og snjór
Írar vöknuðu í dag frekar skömmustulegir yfir sigrinum á San Marino. Írar voru á engan hátt sannfærandi í leiknum og munaði aðeins nokkrum andartökum að yrði jafntefli. Annars var þetta ekki neitt sem ég ætlaði að tala um.
Það eru önnur undur og stórmerki að gerast hérna á Írlandi, þar sem ég sit on horfi út um skrifstofugluggan tek ég eftir því að það er byrjað að snjóa, þetta er eitthvað sem ég hef einungis upplifað um þrisvar sinnum áður þau fimm ár sem ég hef búið hérna á Írlandi.
Það er líka annað sem mig langar að byðja ykkur lesendur góðir að gera fyrir mig er að láta mig vita ef ég fundið Þjóðsögur Jóns Árnasonar á tölvutæku formi og helst á ensku, ég er að reyna að mennta Írann.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.