Færsluflokkur: Sjónvarp

Díana

Ekki veit ég hvort Íslendingar sáu eða komi til með að sjá þennan umtalaða þátt um Díönu prinsessu, þáttinn sem synir hennar báðu sjónvarpsstöðina Channel 4 að hætta við að sýna. Ástæðan fyrir öllu fjaðrafokinu var að í þættinum yrðu sýndar myndir er teknar voru í göngunum andartökum eftir slysið.

Hérna er hlekkurinn að síðunni sem fjallar um þáttinn.

http://www.channel4.com/culture/microsites/D/diana/?intcmp=homepage_flash


Ísland í dag

Ég vildi óska þess að ég hefði séð þennan þátt. En þar sem ég gerði það ekki get ég ekki myndað mér skoðun á málinu. Mig langar samt sem áður að gera athugasemd við yfirlýsingu sem Húsaleiga ehf. og IntJob sendu frá sér.

Meðal annars segja þeir þetta í yfirlýsingu sinni:

"Í umfjöllun Íslands í dag er sagt að 47 menn deili litlu húsnæði þar sem aðeins eru tvær salernisaðstöður og ein sturtuaðstaða. Hið rétta er að fjórar salernisaðstöður og fjórar sturtuaðstöður eru í húsinu. Þá eru í húsinu 37 menn á vegum IntJob starfsmannaleigu, auk þess sem fimm herbergi eru leigð af öðrum aðilum. Leigjendurnir deila með sér alls 450 fermetrum með sameign".

Ég veit ekki um ykkur lesendur góðir en mér finnst ekkert til þess að hrópa húrra yfir að það séu næstum 10 einstaklingar um hverja sturtu og salerni. Enn fremur segja þeir að fimm herbergi séu leigð af öðrum aðilum sem ég skil þannig að það sé þar með 42 einstaklingar í húsinu sem er meira en 10 einstaklingar á hverja sturtu og salerni. Á endanum segja þeir að leigjenurnir deili með sér 450 fermetrum og það með sameign.

Ef það eru 42 einstaklingar í húsinu þýðir þetta að hver einstaklingur hafi rúma 10 fermetra til umráða. Inn í þessari tölu geri ég ráð fyrir að við sé átt svefnherbergið, hluti af eldhúsi, stofu, salerni, sturtuaðstöðu, göngum og svo geri ég ráð fyirir að í húsinu sé þvottahús eða kannski er það kannski óþarfa lúxus. Þannig að þið sjáið að hver einstaklingur hefur fullt af plássi útaf fyrir sig. 


mbl.is „Alvarlegar athugasemdir við fréttaflutning Íslands í dag"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband